Hlín - 01.01.1946, Blaðsíða 23
Hlín
21
Ólafía Ólaísdóttir.
Móðurminning.
Hún fæddist í Viðey
23. júlí 1862. Foreldrar
hennar voru Ólafur Ól-
afsson, síðar bæjarfull-
trúi í Reykjavík og kona
hans Ragnheiður Þor-
kelsdóttir, bæði ættuð
úr Rangárþingi. Hún
fluttist með foreldrum
sínum barn að aldri,
fyrst að Eiði á Seltjarn-
arnesi og síðan til
Reykjavíkur. Þar ólst
hún upp. Misti móður
sína um fermingaraldur,
en dvaldist með föður
sínum og systur, Val-
gerði, konu Þorsteins
Tómassonar járnsmiðs. Hún giftist 1892 Ófeigi Vigfús-
syni, Ófeigssonar hins ríka að Fjalli á Skeiðum. Ófeigur
gerðist þá prestur í Efri-Holtaþingum og reisti bú í Gutt-
ormshaga. Þar fæddust þeim 4 drengir, tvennir tvíbufar.
Mistu þau hina fyrri, en hinir seinni lifðu, þeir Grétar (er
nefnir sig Fells) og Ragnar, er síðar gerðist aðstoðarprest-
ur föður síns. — Þau Ófeigur og Ólafía fluttust að Fells-
múla í Landmannahreppi árið 1901 og bjuggu þar jafn-
an síðan og nutu farsældar og vináttu góðra manna. —
Ólafía andaðist 28. nóv. 1939.
Svona er ramminn utan um líf liennar, en nú langar
mig að sýna sjálfa myndina, rjett dregna, án skrauts eða
nokkurs skrums.
Hún móðir mín (því að sonur hennar ritar þessi orð)
var kona örlynd og fjörmikil, eins og líklegt mátti þykja,