Hlín - 01.01.1946, Qupperneq 49
Hlín
47
ULLARVINSLUSTÖÐIN í HVERAGERÐI.
Af því að Hveragerði er orðin clálítið umtalaður stað-
ur, hugsaði jeg mjer að líta þangað heim, fyrst jeg fór
þar hjá.
Þegar inn í þorpið kom, var mest áberandi kvenna-
skóli Arnýjar Filipusdóttur, sem er stórt og fallegt hús.
Mikill dugnaður hjá einni konu, liugsaði jeg. — Þar all-
nærri stendur, sitt hvoru megin við aðalveginn, hið ný-
endurbætta samkomultús þorpsbúa og hinumegin gamla
mjólkurbúshús Ölvesinga, senr einnig er búið að breyta
mikið og setja þar upp ullarverksmiðju. Vjelarnar voru
allar fjórar í gangi, þegar jeg kom þar inn. Vinnan virtist
mjer vönduð og lopinn hreinn og fallegur. — Mjer er
sagt, að ullin sje þvegin í ullarþvottastöðinni hjá Sigur-
jóni. Það verður til þess, að jeg bæti við ferðina nokkurra
mínútna gang til að skoða þvottaaðferðina. — Húsið
stendur í halla, svo nokkuð af húsinu tekur mikið niður,
en jeg geng inn af jafnsljettu. — Mjer eru sýnd altein í-
lát, fyrst ker með lút, jrar sem ullin líggur í Itleyti í 20
mínútur, jrá skolunarkerið og þaðan kemur hún fannhvít,
jrá fer hún jafnharðan í vindingarvjelina, og úr henni á
heitar grindur, sem hún er tekin af skrælþur eftir nóttina.
— Verkafólkið, sem er Jrarna við vinnu sína, sýnir mjer
jretta og segir mjer Jaað sem mig forvitnar að vita. — Svo
vísar fólkið mjer á stiga, sem jeg á að ganga niður, ef jeg
vil sjá hvar ullin er flokkuð. Jú, jeg vil það. — Þar kem
jeg í stóran sal með löngu borði, sem er aljrakið fallegri
ull. — Fólk stendur við borðið og flokkar ullina. — Jeg
sje manni bregða fyrir, það er sami maðurinn sem brá
fyrir, Jregar jeg var að skoða ullarþvottinn. Jeg þekki
hann aftur af dökka hárinu. — Mjer er boðið að sjá
prjónastofuna, enn geng jeg niður stiga í stóran sal, sem
þrjár prjónavjelar eru í, tvær stórar, sem ganga fyrir raf-
magni, og sín stúlka við hvora að prjóna úr lituðum lopa
sljett prjón í hólk, 50 cm. á breidd, tvöfaldur, og hin 60