Hlín - 01.01.1946, Blaðsíða 40
38
Hlín
línum af framtíð mannkynsins í sögunni um aldingarð-
inn Eden. (Móse 1.—8.). — Biblían segir oft svo mikið með
fáurn orðum, þessvegna er hún svo lærdómsrík. — Þessi
undursamlega mynd skýrir betur en nokkur mannskyns-
saga frá starfi og stöðu mannsins í Guðsríki jarðarinnar.
— Manninum var ætlað að vera umboðsmaður Drottins,
yrkja jörðina í friði og liafa allsnægtir. Aðeins fara ekki út
fyrir þau takmörk, er honurn sjálfum var fyrir bestu, og
þroski hans leyfði. — Saga þessi segir einnig frá, hvernig
fór, þegar konan hljóp frá húsmóðurskyldunum, til þess
að skifta sjer af alólíkum störfum og hverjar afleiðingar
það hafði fyrir hörn hennar. — Skilningstrjeð góðs og ills
stendur enn í garðinum og er girnilegt mjög. Og nú hafa
mennirnir glefsað heldur mikið í það og náð í kjarnork-
una, án þess að sjá fram á afleiðingar.
Það er sagt: „í upphafi skapaði Guð himinn og jörð“.
En það mætti bæta við: „Svo tóku mennirnir við, og hafa
gert heiminn að því, sem hann er nú.“ Og gefur nú á að
1 íta flakið!
Jeg segi þetta ekki af því, að jeg álíti að heimurinn
væri nokkuð betur staddur, þó að konurnar hefðu staðið
í hroddi stjórnmálanna. Jeg geri engan mun í því efni á
kynjum. — En ef konur þykjast að nokkru varskiftar af
opinberum málum nú, þá láti þær sjá, að þær kunni að
setja merkið hátt, og taki nú þegar í stað virkan þátt í
endurreisnarstarfinu. Þess er full þörf hjer á landi ekki
síður en annars staðar. Útrýming áfengis og allskonar
ómensku er það, sem kallar okkur saman.
Nú ættu allar kvenþjóðir heims að ganga í allsherjar
handalag og fylkja sjer undir merki friðarins, ganga fram
fyrir skjöldu og heimta frið á jörðu.
Niður með vopnin, burt með eiturnautnirnar!
Engin á hjer eins mikla möguleika til áhrifa og
ungu stúlkurnar, ef þær beittu yndisþokka sínum og
æskuþrótti til þess að bæta og fegra hugsunarhátt ungu
piltanna. — Víta áfengisnautn þeirra, en taka hana ekki