Hlín - 01.01.1946, Blaðsíða 35
Hlín
33
unum, leikjunum og söngnum. Aðgætti það, að gamla
fólkið, sem sjaldan var með, kæmi líka.
Það er vel líklegt, að hann hafi ekkert haft gaman af
þessu, en hann gerði það samt fyrir aðra, svo þeir gætu
skemt sjer.
Þetta var góður drengur, hefur líka reynst góður mað-
ur, sem er trúað fyrir miklu. Hann hefur altaf komið sjer
vel við samferðafólkið á lífsleiðinni.
Kona.
„VAKIГ!
Mig iangar til að minna okkur konur á nokkur þeirra
aðsteðjandi vandamála, er nú liggja eins og martröð á
frelsi og öryggi þjóðarinnar, svo sem hinn sívaxandi
drykkjuskapur landsmanna og ógæfa sú og böl, er af hon-
um leiðir. Og jeg vil leitast við að vekja og glæða skilning
okkar og taka afstöðu, ef verða mætti til úrbóta.
Ekkert er oss mönnum lagt eins ríkt á lijarta og að
vera vakandi og algáðir í hinni fullkomnu merkingu þess
orðs. Þessari áminningu er ávalt þörf að gegna, og þó má-
ske aldrei fremur en nú og lijer eftir. — Þegar við lítum
til baka, aftur í tímann, verður okkur jafnan mest star-
sýnt á ytri erfiðleikana og þá er okkur svo tamt að láta
undan síga. Og víst er vegurinn oft grýttur og liggur milli
skers og báru, milli afturhalds og upplausnar. En ekki
þarf það að valda bölsýni, ef ekki væri um sjálfskaparvíti
að ræða. — Erfiðleikana megum við ekki missa, fremur en
saltið í matinn. — „Hugann eggja bröttu sporin". — Biðj-
um ekki um 48 stunda vinnuviku. Biðjum heldur um vit
og næma ábyrgðartilfinningu, svo við getum algáð mætt
framtíðinni.
Það er sagt, að heimurinn hafi nú meiri þörf en nokkru
sinni áður fyrir störf og áhrif kvenna. Og þá er það víst,
að þörfin er ekki síður fyrir vökumenn og konur hjer á
3