Hlín - 01.01.1946, Qupperneq 31
Hlín
29
urs og heilla, er það tæki höndum saman um eitt eður
annað velferðarmál. Þessi starfsemi mundi skapa hollan
og í rauninni ómissandi þjóðarmetnað og enn lieitari ást
á hinu fagra föður- og móðurlandi. Hjer er stefnt að rík-
ari og almennari fjelagsanda. Og ef þetta gæti áunnist í
reyndinni, hvers virði væri það? — Ef þessi fórnarþjón-
usta yrði almenn, þar sem svo margt fólk vinnur mark-
víst að sama verkefni í hvert eitt sinn (og þegar einni
framkvæmd er lokið, tæki önnur við, á nógu er að taka),
þá lærir fólkið að vinna saman og njóta sameiginlegrar
gleði af árangrinum, þar sem hver hefur lagt til sinn
skerf. — Jeg vona, að það sje alls ekki fjarstæða, að gera
sjer í hugarlund, að slíkur fjelagsskapur yrði til þess að
færa fólkið nær hvert öðru í hlýrra vinarþeli og kenna því
að vinna saman á fleiri sviðum en þessu. Og hvers virði
væri það? — „Hjer á landi þarf svo margt að brúa“.
Hver einstakur getur svo haft ósvikna gleði af meðvit-
undinni um að hafa sjálfur lagt sinn skerf að hinni og
þessari framkvæmd, sem ekki þoldi bið, án þess að vera
tilknúður, því lijer er hver frjáls að því, hvort hann tekur
þátt í starfseminni eða eigi.
III.
Jeg læt þess getið, að vel fer á því, að íslandsáætlun á
hverjum stað, og stjórnarvöld sveita og kaupstaða, taki
höndum saman um hinar og þessar framkvæmdir. Með
því móti ætti allt að geta gengið fl jótar og greiðlegar en
ella. Það er vissulega ekki sama, hvort eitthvað er gert,
sem nauðsynlegt er, á árinu, sem er að líða, eða segjurn
eftir 10, 20, 30 ár
IV.
Sumir hafa fundið íslandsáætlun minni það til foráttu,
að hjer væri nýr skattur á ferðinni ofan á alla hina. Þetta
er ekki rjett. Lög landsins gera hitt og jretta tilkall til ein-
staklingsins. Hann verður að greiða lögboðna skatta og