Hlín - 01.01.1946, Page 128
126
Hlín
saumuðu 178 flíkur. Allar konurnar himinglaðar yfir hjálpinni. Hugs-
um við til að hafa annað námsskeið í febr. í vetur, búa undir sumarið.
Frá Heimilisiðnaðarfjelagi Norðurlands, Akureyri, vorið 19-16: — Fje-
lagið hefur haft 12 námsskeið á síðastliðnum vetri, þaraf 5 bókbands-
námsskeið, smíðanámsskeið í tveim flokkum og saumanámsskeið í 8
flokkum. — Leistaframleiðsla er á vcgum fjelagsins, 911 pör hafa verið
framleitld á árinu. Vinnulaun 2334.58 kr.
Frá kvenfjelaginu „Glæður‘, Hólmavík: — Fjelagið hefur liaft sauma-
námsskeið á síðastliðnum vetri, 4'/2 viku. Tala nemenda 33, tala saum-
aðra flíka 155. — Aætluð vinnulaun þess, scm unnið var, 6140.00 kr.
Fjelagið á hlut i samkomuhúsi á staðnum (3000 kr. virði).
Sainband sunnlcnskra kvcnna: — Á fundi sínum s. 1. vor samþykti
S. S. K. að koma á tvegigja mánaða námsskciði fyrir kennara í satimum
á Eyrarbakka á þessu hausti, er geti svo tekið að sjcr umferðakenslu
á námsskeiðum Samhandsins. — Kennari verður Pálína Björgólfsdóltir,
sem hefur kent hjá Sambandinu í mörg ár.
Nemcndur þurfa að hafa góða undirbúningsmentun i saumum.
Þetta er tilraun í rjetta átt. I>að er mikil vöntun á kenslu fyrir þær
stúlkur, sem vilja verða saumakennarar.
Kona á Norðurlandi skrifar: — Það er gott að menn fá nú vinnu sína
vel borgaða og mikinn frítíma, en þá þarf fólkið líka að kunna vel til
verka og keppast við þann tíma, sem unnið er. — En á það er aldrci
minst af þeim, sem berjast fyrir hækkun launa og stytting vinnutímans.
Það er ánægjulegt að allir geta nú klæðst vcl, látið eftir sjer dálítil
ferðalög, eignast snolurt hcimili, jafnvcl eignast hús, etið hollan mat
o. s. frv. — Sem betur fer hcftir betri afkoma ekki gert Islendinga ham-
stola, eins og þeir nýríku hafa orðið í mörgum löndum heims. — Það
sýnir þó að þjóðarsálin er heilbrigð, þrátt fyrir alt.
Úr Menningar- og minningarsjóði kvcnna var á s. 1. sumri veittur
styrkur 6 ungum stújkum til náms erlendis.
Eflum þennan ágæta sjóð, svo margar ungar, áhugasamar stúlkur
eigi kost á aukinni mentun.
Landgræðslusjóð'ur Skógræktarfjelags íslands. — Þetta er annar sá
sjóður, sem þarf að aukast og eflast. Honum er ætlað að verja alt gróður-
lendi og klæða sem mcst af landinu einhverjum nytjagróðri.
Úr Medallandi cr skrifað veturinn 1946: — „Hlín" er mjer kærkomin,
en þó hef jeg sjcrstaklega gaman og gagn af Vefnaðarbókinni. í vef-
stólnum hjá mjer er luiið að vcfa, síðan sláttur var úti, 33 bekkábreiður,
10 metra af gólfdregli úr alull, 130 cm. breiðum, og 6 metra af renn-
ingum úr sokkum og ýmsu fleiru, scm jeg klipti í mjóar ræmur.
G. L.
Úr Dalasýslu er skrifað vorið 1946: — Á morgun vinnum við kven-
fjelagskonur í garðinum okkar á Kirkjuhól. Þar höfum við átt sam-