Hlín - 01.01.1946, Blaðsíða 131
Islendingar!
Gerist fjelagar í Þjóðræknisfjelaginu í Reykjavík. — Mark-
mið þess er aukin samvinna við landa okkar vestan hafs.
Lestrarlfjelög! Kaupið þær bækur og þau blöð, sem landar
vestra gefa út:
Vikublöðin „Lögberg“ og „Heimskringla“ eru gefin út í
Winnipeg. — Þessi blöð eru aðaltengiliðurinn í hinni víðlendu
Vesturálfu. — Það er lífsskilyrði fyrir íslenska tungu vestra, að
blöðin geti haldið áfram að starfa. — Bæði blöðin hafa runnið
hálfrar aldar skeiðið.
Tímarit Þjóðræknisfjelagsins er nú yfir 20 ára gamalt. —
Þeir, sem gerast fjelagar í Þjóðræknisfjelagi íslendinga í Vest-
urheimi, og fjelagsdeildunum lijer heima, fá ritið fyrir 10.00 kr.
Almanak Ólafs Thorgeirssonar, sem hefur verið gefið út um
50 ár í Winnipeg, flytur árlega frjettir af löndum vestra cg hef-
ur ýmsan fróðleik að geyma.
„Árdís“, ársrit bandalags lúterskra kvenna, er gefið út í
Winnipeg. 13 hefti eru komin út.
„Brautin“, tímarit Hins sameinaða kirkjufjelags íslendinga
vestan hafs. 3 heffti eru útkomin.
„Sameiningin“, tímarit lútersku kirkjunnar vestan hafs.
Hefur verið gefið út yfir 50 ár.
Saga íslendinga í Vesturheimi. Þrjú fyrstu bindi þessa rits
eru þegar kornin út. — Gerist áskrifendur, það tryggir framhald
útkomunnar.
Hermannabókin, gefin út af kvenfjelagi í Winnipeg eftir
fyrri heimsstyrjöldina, þar eru skráð nöfn þeirra íslendinga,
sem tóku þátt í stríðinu 1914—18 (með myndum). — Allar þess-
ar bækur má fá með því að snúa sjer til Bókaverslunarinnar
„Eddu“, Akureyri. Þar má líka greiða andvirði bókanna í ís-
lenskum peningum.
íslendingar! Með því að kaupa þau blöð og þær bækur, sent
landar okkar vestan hafs gefa út, styðjið þiðaðsigursællibaráttu
þeirra á viðhaldi íslenskrar tungu. Viðhaldið sambandinu, það
verður öllum Íslendingum beggja megin hafsins, til blessunar.