Hlín - 01.01.1946, Blaðsíða 100
98
Hlín
hásætið. Og lífið hafði ekki skorið hátíðabúninginn við
neglur sjer. Það var enginn styrjaldar- eða ölmusubragur
á fataefnunum og því síður viðvaningssnið á handbragði
klæðskerans. Smávaxnasta jurt getur fólgið í skauti sínu,
í litum blórna sinna, í lögun og niðurskipun blaða og
stöngla, meiri fegurð og fullkomnun en þúsundir mann-
virkja. Og hvaða mannshönd getur skapað listaverk, sem
að litauðgi og hárfínu listasamræmi jafnast við skraut-
legan fugl eins og til dæmis æðarblika í vorbúningi?
Það var ekki einungis að æðarblikinn skartaði með hvít-
um, svörtum, rósrauðum, gulum og grænum litum í
mörgum blæbrigðum, heldur breyttu þessir litir um gljáa
og samsetningu við hreyfingar fuglsins og samstillingu
fjaðranna.
Var nú nokkuð að undra, þó að litlu systkinin hoppuðu
hrifin og glöð austur eftir klettunum í Hvaley á sólbjört-
um vordegi? í Hvaley, þar sem 5—6 þúsund skrautbúinna
æðarblika vappa syngjandi og kvakandi um iðjagræna
bala og ávalar brekkur. í Hvaley, jrar sem reyrgresið ang-
ar, og gleym-mjer-ei-ar festast við buxnaskálmar og pils-
falda lítilla veglarenda. 1 Hvaley, jjar sem lundinn flýgur
við snasir og krían hamast gargandi á eftir kjóum og
hröfnum. í Hvaley, þar sem tágmura og blálilja vefja sig
í silfurgráum, gyltum og heiðbláum breiðum um malar-
kamba og fjörusand. í Hvaley, þar sem veiðibjallan svífur
á þöndum vængjum yfir kletta og víkur, en óðinshaninn
snýst og dansar við sefgræna tjarnarbakka. í Hvaley, þar
sem móðir náttúra heldur stórfenglega hátíð skaparanum
til dýrðar og býður litlu börnunum að skoða viðhafnar-
búning lífsins á björtum vordegi.
S. Th,