Hlín - 01.01.1946, Síða 77
Hlín
75
vatnssilung — auk annara ljúffengra rjetta. — ,,Sveitar“-
konurnar höfðu pantað vjelbát til Reykjahlíðar ásamt
ráðrarbát — til viðbótar við þann sem þar er fyrir — til að
ferja okkur í Slútnes. — Vjelbáturinn hjet ,,Bör“, en báts-
stjórinn Jón, og með honum tvær systur hans, sem kunnu
vel áralagið. — Jeg er því rniður gleyminn á nöfn, og man
ekki hvar þau systkin áttu heima og heldur ekki hvað
margar af þessum góðu „sveitar“-konum lijetu, og nefni
því enga sjerstaklega, því ómögulegt var að gera neitt upp
á milli þeirra. — Við fórum í tveinr ferðum fram í Slút-
nes, og voru ,,sveitar“-konurnar auðvitað með okkur og
svo Þorsteinn í Reykjahlíð, senr reyndist hinn ágætasti
leiðsögumaður. — Jeg varð nú ekki svo frægur sjálfur að
koma í Slútnesið, heldur hjelt jeg mig á vatninu með Jóni
== „Góða-Jóni“, eins og surnar konurnar kölluðu hann —
og þóttist víst vera sjófær frá yngri árum, er jeg stundaði
silungsveiði í vötnunum á Auðkúluheiði. — En lrvað um
það. Vatnið var spegilsljett og ekkert mýbit — vegna hit-
ans.
Er þessari skemtiför var lokið, var aftur farið heim í
Reykjahlíð og sest að kaffidrykkju í boði ,,sveitar“-kvenn-
anna. Af hálfu „sveitar“-kvennanna bauð Ásrún — systir
Þuru í Garði — húnvetnsku konurnar velkomnar, en El-
ísabet frá Gili þakkaði viðtökurnar og Rakel Bessadóttir
frá Þverá flutti nokkrar stökur.
Nú fór að líða á daginn, því til Akureyrar var ferðinni
heitið um kvöldið .Nú kvöddum við flestar „sveitar“-kon-
urnar að undanteknum þeim, sem slógust í för með okkur
til Hjeðinshöfða — ásamt Þorsteini í Reykjahlíð. — Sem
dænri upp á það, hvað jeg er mannglöggur, má geta þess,
að í Reykjahlíð kvaddi jeg eina af okkar konum — en svo
óheppilega vildi til, að jeg var með peningaveskið hennar
í vasanum, sem hún hafði beðið mig að geyma. — Mjer
var ekki slept með það!
Á Hjeðinshöfða er fallegt. Betur væri að fleiri sýndu
heimilum sínum jafn mikla ræktarsemi og Hjeðinn