Hlín - 01.01.1946, Side 29
Hlín
27
Uppeldismál.
í SL AN DSÁÆTLU N.
Eftir síra Halldór Jónsson á Reynivöllum í Kjós.
I.
Lögmál Islandsáætlunar minnar er mjög einfalt og auð-
skilið. Jeg hef lagt til, að hver maður, konur sem karlar, á
aldrinum 16—60 ára, leggi árlega til ókeypis eitt dagsverk
miðað við 10 tíma vinnudagsverkið, og verði þessu varið
til að sinna einhverjum aðkallandi þjóðarnauðsynjum á
hverjum tíma. En undanteknir sjeu snauðir menn, at-
vinnuleysingjar og sjúkir, er eigi geta sjálfir staðið straum
af sjer. Geta menn, ef þeir kjósa heldur, int þessa fórnar-
þjónustu af hendi í peningum, en ekki með vinnu, en þá
sje hún greidd ef’tir gildandi verklýðsvinnutaxta á hverj-
um stað og tíma, greiði konur helming móts við karla. En
öll skal vinnan reiknuð með dagvinnutaxta.
Til hægðarauka í framkvæmdinni hef jeg bent á, að
hentugt væri, að hver sveit og hver kaupstaður væri með
sína starfsemi út af fyrir sig, og notaði þessa þjónustu
heima hjá sjer, til að koma því í framkvæmd á hverjum
stað, er mest kallaði að, því vitanlega er á hverjum stað
best vitað, hvað þar kallar mest að, enda með þeim hætti
auðveldast að halda fjelagsskap saman.
Jeg hef bent á unga fólkið til forgöngu og umsjár þess-
um fjelagsskap, t. d. ungmennafjelög, íþróttafjelög og
annan æskulýðsfjelagsskap. Þar væri, þó verkefni væri
ella nóg, fengið nýtt verkefni, er gaman væri fyrir unga
fólkið að vinna að, og því áreiðanlega til heiðurs og vegs-
auka og andlegs þroska. Ennfremur hef jeg óskað þess, að
prestar landsins vildu gerast þar góðir liðsmenn með ráð-
um og dáð, þar sem því mætti við koma og væri slíkt
þeirra aðalstarfi síst óviðkomandi.
Fyrir mjer er þó vitanlega ekki aðalatriðið, hverjir hafa