Hlín - 01.01.1946, Blaðsíða 101
Hlín
99
Um kvenskáta
Skátahreyfingin á uppruna sinn að rekja til Englands.
— Sir Baden Powell var stofnandi hennar. — Fyrstu 2 ár-
in, eða frá 1907—1909, voru það aðeins drengir, sem störf-
uðu í þessum fjelagsskap, en frá 1909 hafa kvenskátar
einnig starfað í flestum löndum heims. — Hjer á íslandi
var fyrsta kvenskátafjelagið stofnað í Reykjavík 7. júlí
1922, og var frú Gertrud Friðriksscn, kona Friðriks Frið-
rikssonar, prófasts á Húsaivík, aðalstofnandi fjelagsins.
Sennilega eru það margir hjer á landi, sem harla lítið
vita um skátahreyfinguna. — Að vísu hefur útvarpið flutt
kvöldvökur, þar sem skátar hafa skemt og látið til sín taka
og heyra. — Skátablöð liafa verið prentuð með ýmsu fróð-
legu og skemtilegu um þessi mál, skátamálin. — Það má
þó ætla, að þessi blöð verði eingöngu lesin, þar sem skáta-
fjelög starfa og eiga stuðningsmenn og velunnara. — Því
miður eru skátafjelög ekki starfandi hjer á landi nema í
fáum bæjum landsins, og sumsstaðar hafa þau aðeins
starfað um stund, en síðan lognast út af.
Skátafjelagsskapurinn byggist á tvennu, sem er megin-
kjarni starfsins, og það eru skátalögin og skátaheitorðið.
— Skátalögin eru í 10 lagagreinum, sem hverjum góðum
skáta ber að hlýða. — Lagagreinarnar fela í sjer örvun til
betra siðgæðis. Fyrsta lagagreinin hljóðar svo: „Skáti segir
ávalt satt og gengur aldrei á bak orða sinna," sú fjórða:
„Skáti er hlýðinn", sú níunda: „Skáti er dýravinur". —
Þannig felur lwer lagagrein í sjer áminningu til skátanna
um að breyta eftir þeim, og í skátaheitorðinu er tekið
fram, að skátinn heitir því, eftir bestu getu, að breyta eft-
ir þeim. — Störf skáta hjer á landi verða að miðast nokkuð
við veðurfar og staðhætti. — Erlendis, þar sem víðáttu-
miklir skógar eru og veðráttan niild, fer aðal-skátastarfið
fram úti í guðs grænni náttúrunni, öllum til unaðar og
heilsubóta. — Hjer á landi verðum við að hafa flest skáta-
7»