Hlín - 01.01.1946, Síða 43
Hlín
41
stakar barnaguðsþjónustur og kenna sumir kristin fræði
í barnaskólum. — Fræðslulögin nýju gera ráð fyrir tímum
í kristnum fræðum í mentaskólum, húsmæðraskólum og
gagnfræðaskólum.
Þetta þarf alt að koma og kemur, Guði sje lof! — En
heimilin þurfa fyrst og fremst að gæta sinnar skyldu,
kenna börnunum bænir og vers, kenna það svo að þau
muni það alla æfi, slíkt hið sama þurfa barnaskólarnir að
gera, læra vers og ritningargreinar almennilega, ekki
hrafl, (sama er að segja um ættjarðarljóðin). Þetta þarf að
verða eign manns, varanleg eign, sem gott er að grípa til
— þegar á liggur. — Það er algerlega skakt að ætla, að ut-
anaðlærdómur (hæfilega mikið tekið fyrir í einu), sje
börnum ofviða eða ógeðfeldur. — Þvert á móti.
Þessi námsgrein, kristin fræðin, er af flestum kennur-
um, sem á annað borð vilja leggja alúð við hana, álitin
langþýðingarmesta námsgreinin til uppeldislegra áhrifa.
— Það er margreynt.
Það er alkunnugt, að sumir foreldrar vilja ekki að börn
sín verði fyrir neinum kristilegum áhril'um, livorki heima
nje í skóla, þau eiga sjálf að velja eða hafna síðar meir. —
En því er ekki sama aðferð höfð við aðrar námsgreinar:
Lestur, skrift og reikning t. d. lofa börnunum að sleppa
þeim, þangað til þau óska sjálf eftir fræðslu í þeim!
Það hefur oft verið sagt, að íslendingar sjeu ekki trú-
hneigðir. — Það má vel vera, og síst af öllu bera þeir það
utan á sjer eða hafa Guðsorð jafnan á vörunum. En jeg
hygg, að þeir sjeu ekki ómóttækilegir fyrir kristileg áhrif,
þegar þeir finna að hugur fylgir máli og lífernið er í sam-
ræmi við kenninguna. — Það er óhugsandi, að þessi þjóð
sje svo afskift, svo ógæfusöm að vilja ekki taka á rnóti
kristilegum áhrifum. — En íslendingum er hætta búin á
þessum tímum velgegni og allsnægta, að treysta ekki á
mátt sinn og megin eingöngu og gleyma að setja traust
sitt á Guð, því nægtirnar eru fallvaltar.