Hlín - 01.01.1946, Blaðsíða 45
Hlín 43
Eigum við að láta hinn merka menningararf glatast? —
Nei, það má með engu móti verða.
Látum ekki útlendingana vera eina um að dást að ís-
lensku listullar-vinnu íslenskra kvenna. — Hvar sem ís-
iensk ullarvinna hefur verið til sýnis erlendis, hefur hún
hlotið hina mestu aðdáun. Enda er það sannast að segja,
að hún ber stórum af ullariðnaði nágrannaþjóða okkar.
Þó þessi vandaða ullarvinna verði ekki almenn, meðan
svo standa sakir, að fólkinu fækkar stöðugt í sveitum
landsins og mikil atvinna er allsstaðar í boði, þá má okk-
ur ekki henda það að láta hana týnast, en jafnan sjá um
að nokkrir kunni þar skil á af hinni yngri kynslóð. — Og
spá mín er sú, að þess verði ekki langt að bíða, að kvenna-
skólar landsins taki ullarvinnu upp á stefnuskrá sína. —
Hví skyldu jjeir líka ekki gera það, en halda hátt á lofti
útlendum hannyrðum, sem taka feiknatíma, bæði í skól-
unum og utan þeirra hjá þjóðinni, að maður nú ekki tali
um kostnaðinn, en líti ekki við Jreirri list, sem er rjett við
bæjarvegginn lijá þeim, er rammíslensk og efnið nær það
eina, sem við eigum og gefum lagt til — og sem við þurf-
um líka að gera arðbært lyrir Jrjóðarbúið.
# * *
Tóvinnuskólinn á Svalbarði fann náð fyrir augum Ný-
byggingarráðs og háttvirts AlJ^ingis, sem skildi, hve mik-
ils virði það var að viðhalda þessari þjóðlegu list, svo
henni er, sem stendur, trygð tilvera og framþróun nreð
Guðs og góðra manna aðstoð.
Tóvinnuskólinn var svo heppinn að njóta starfskrafta
ágætra kvenna við skólann. — Tókona gaf kost á sjer úr
Þingeyjarþingi, frá heimili, senr jafnan hefur viðhaldið
vandaðri ullariðju, og skilur gildi hennar. — Og ráðskona
og forstöðukona valdist einnig sjerstaklega vel, Rannveig
H. Líndal, öllum að góðu kunn. — Undirrituð hafði um-
sjón með skólanum og útvegi.
Það sem kent var: Allskonar meðferð ullarinnar frá