Hlín - 01.01.1946, Qupperneq 24
22
Hlín
því íaðir hennar, Ólafur í Lækjarkoti, var fjörmaður
með afbrigðum, slíkt hið sama mátti segja um bræður
hennar, þá sr. Ólaf fríkirkjuprest og Sigurþór, smið á
Gaddstöðum á Rangárvöllum. Var það mál kunnugra
manna að þrek og fjör þeirra feðga, Ólafs og Sigurþórs,
hafði verið nærri því dæmalaust. Þessi ættarfylgja yfirgaf
aldrei móður mína, og fram til elliára var hún drýgri til
verka en margar yngri konur.
Hún var að vexti meðalkona, svipmikil og djarfleg á
brún, og mátti skjótt sjá veðrabrigði á andliti hennar,
livort heldur lienni líkaði betur eða ver. Dylst mjer eigi
að stundum sást hún lítt fyrir, svo örar voru tilfinningar
hennar. En í hjarta sínu bjó hún yfir þeirri mildi, er eigi
rnátti aumt sjá. Jeg man sem drenghnokki, er holdsVeikan
mann bar að garði fyrir jólin, niðursetning af næsta bæ.
Þá gaf hún honum rekkjuvoð og annað í rúm sitt, og er
líkþrái maðurinn kysti hana, að þeirrar aldar sið, fanst
mjer þrekraun hennar vera sú mest að þola kossinn, en
ekki liitt að láta góða rekkjuvoð.
Það má vel segja það í eftirmælum eftir móður mína,
að hún hafi viljað „gefa eigur sínar fátækum" að boði
mannsins frá Nazaret, og Jrað vona jeg, að hin rjettlátu
máttarvöld líti á örlæti hjarta hennar, jregar rýnt er í
reikninga hennar. Þessir lífsreikningar eruoftvandasamir
til endurskoðunar. Samverjinn miskunsami kann að liafa
verið gallagripur, en liitt er víst, að Kristur metur líknar-
hug hans og bendir í þetta ljós og segir: „Gangið í sporin
hans“.
Móðir mín var skörungur í heimilisstjórn, sjerstak-
lega reglusöm og hreinleg. Fanst mjer sem barni, að
óþarflega oft ljeti hún okkur taka laug, og mjer fanst
þessi sífeldi þvottur á snúrunni bera vott um óþarfa nost-
ur eða hjegóma. Síðar sá jeg, að hreinlæti hennar var
manndómur hennar.
Jeg vil eigi skiljast svo við þessa persónulýsingu, að jeg
drepi eigi á sjálfsbjargarhvöt hennar. Foreldrar mínir