Hlín - 01.01.1946, Síða 89
Hlín
87
framkvæma. — Fjelagið gengst oftar en einu sinni fyrir
matreiðslunámsskeiðum. Einnig fatasaumsnámsskeiðum.
— Þá hefur fjelagið einnig haft handavinnusýningar
nokkrum sinnum.
Einn sið tók fjelagið upp 1920, og er hann sá, að allar
fjelagskonur taka sjer hrífu í hönd að lokinni vorræst-
ingu innanhúss og hreinsa til lóðir sínar svo langt sem
nær. Fyrir þessa venju, sem er nú orðin föst, er þorjrið
hreinna og vistlegra en ella, og get jeg þessa, ef þjer,
fjelagssystur í smáþorpum landsins, skylduð vilja gera
slíkt hið sama.
Árið 1935 byrjar fjelagið að heiðra hinn svonefnda
Mæðradag með blómasölu, og rennur ágóðinn til ein-
stæðra mæðra í þorpinu. Blómin gera fjelagskonur sjálf-
ar af hagleik og skemta sjer urn leið með samstarfinu.
Fara vinsældir blómasölunnar árlega vaxandi.
Auk þess, sem nú er talið, starfrækir Kvenfjelagið 3
styrktarsjóði, er það eflir á ýmsan hátt, með sölu minning-
arspjalda o. fl. og veitir svo úr eftir fyrirmælum er skipu-
lagsskrár sjóðanna mæla fyrir um. — Uppeldismál hefur
I jelagið jafnan haft áhuga á, en lítið getað fyrir gert, enda
vandamálið mesta.
Eins og gefur að skilja hefur fjelagið á margvíslegan
hátt orðið að afla sjer fjár til framkvæmda áhugamálum
sínum, surnurn til leiðinda, en yfirleitt hefur það mætt
velvild og skilningi nágrannanna utanfjelags og er í þakk-
arskuld við marga. — Á 50 ára afmæli fjelagsins, 13. febr.
1945, bárust fjelaginu gjafir og þakkir fyrir unnin störf
þess í þorpinu.
Sú, er þetta ritar, hefur starfað í fjelaginu síðastliðin
36 ár. Tel jeg þroskandi og mannbætandi fyrir konur að
læra samstarf á þennan hátt. — Góðar fjelagssystur urn
land alt. Við höfum öðlast fyrirhafnarlítið rjett til starfa
cg íhlutunar um menningarmál Jrjóðarinnar. Okkur ber
skylda til að þroska okkur á allan hátt, svo við getum sem
flestu og bestu til leiðar komið í samstarfi við karlmenn-