Hlín - 01.01.1946, Blaðsíða 112
110
Hlín
að stærð. Þar er mjög fallegur og víður sjóndeildarhringur, og eyjan er
falleg. — Það er sumarfrí okkar, og þá einkum eldra fólksins, að gæta
varpsins á vorin, og þykir því gott þar að vera 4—5 vikur. Mestur dúnn
var 45 kg, en minkaði á stríðsárunum, og er nú 18 kg. Olíubrá mikil
var á sjónum, og settist þetta í fiður fuglanna, svo þeir hrundu niður
unnvörpum. — Hvort þetta er eina orsökin, veit maður ekki, og ekki
heldur veit maður, hvort tekst að auka þetta aftur og ala upp í skarðið.
Um hcimilisiðnað okkar er fátt að scgja. Það sem áður var sagt tefur
nú oft fyrir þannig löguðum verkum. Við saumum samt alt fyrir hcim-
ilin, nema spariföt karlmanna. Oll prjónaföt vinnum við og spinnum
á rokka, prjónum á hringvjel og lopaplögg og peysur í höndunum. —
Við höfum vefstólsgarm, og dálítið hefur verið ofið i honum, t. d. 6
bekkábreiður, sessur, gluggatjöld o. fl. En það cru engin stór afköst hjá
okkur í neinu.
Jæja, Halldóra mín, jeg skrifa þetta í flýti, og það eru líka sundur-
lausir molar, aðeins til að sýna lit á að verða við tilmælum þínum, og
treysti þjer til að laga, ef þjer finst þurfa, ef þú á annað borð lætur
það í „Hlín“. — Jeg segi bara í stuttu máli frá afdalalífinu okkar. —
Við höfum þó síma og, eins og fleri góðir menn, útvarp. — Jeg hef nú
lengi alið þá von í brjósti, að við gætum fengið rafvirkjun í Fagradals-
ána, sem rennur rjett við túnið. En það eru víst ekki vel góð skilyrði —
jcg vcit ekki hvað á að vona. —
Jeg vildi að þú værir horfin hingað einhvern sólríkan sumardag, því
jcg held að þjer mundi þykja fallegur sjóndeildarhringurinn, hann cr
víður og fagur, þykir mjer. Og miðnælursól höfum við 2—3 vikur hjer
um Jónsmessuleyti eða sólstöður. O. W.
Af Hesteyri er skrifað á Jónsmessu 1946: — Gaman væri að geta sent
„Hlín" þinni nokkrar línur, en hjeðan er lítið að frjetta, nema að
sveitin okkar kæra er að leggjast í eyði, lijer var á fimta hundrað manns
í hreppnum, en nú mun vcra eftir 100—150 manns, mest eldra fólk og
gamalmenni, svo ekki blæs byrlega með að selja „Hlín". Mjer hefði
þótt gaman að geta sclt mcira, því mjer þykir vænt um hana, mjer
finst hún vera tengiliður milli okkar kvennanna, sem hugsum svo líkt
og unnum starfi og íslensku þjóðerni.
Vel er það, að íslensku mæðurnar og húsmæðurnar eiga nú við betri
lífskjör að búa en vcrið hefur, og vonandi verður það þeim til bless-
unar og þroska. En oft legig jeg þá spurningu fyrir sjálfa mig: Er nú-
tímakonan og móðirin sælli, hamingjusamari og ánægðari en mæður
okkar og ömmur, sem lítið þeklu af öllum þessum lífsþægindum? —
En mentun og bættari lífskjör vonar maður að skapi nýja og þroskaðri
kynslóð en þá, sem á undan gekk. Aðeins að hún ekki gleymi, að engin