Hlín - 01.01.1946, Side 72
70
Hlín
Við vissum aðeins, að allar voru með, sem gátu farið. Nú
var haldið upp á Vatnsskarð. Hægt þokuðust bílarnir upp
brekkurnar fyrir sunnan Hh'ð. — í bílunum var sungið:
„Blessuð sjertu sveitin mín“, þá við kvöddum okkar sveit.
Þessi söngur gat vel átt við hana, nú ætluðum við að fara
að skoða þá sveit, sem kvæðið var ort um. Engin ein sveit
á landinu á jafn hugljúft kvæði og Mývatnssveit.
Nú hvarf Húnavatnssýsla okkur sjónum. — Alt í kring-
um okkur gnæfðu háir fjallatindar, hvert sem litið var. —
Brátt komum við austur úr Skarðinu cg blasti þá hið
fagra Skagaíjarðarhjerað við sjónum okkar. — Við stöns-
uðum litla stund á Arnarstapa og horfðum yfir lijeraðið.
En enginn var í förinni, sem gat gefið nauðsynlega hjer-
aðslýsingu. — Bílarnir rendu ofan að Varmahlíð, þar var
tekinn síðasti farþeginn, sem í förinni átti að vera. — Nú
var stefnt austur yfir Ejörðinn. — Hjeraðsvötnin ultu
áfram kolmórauð og allar ár, austan Fjarðarins, sýndust
stórar elfur, þar sem þær fossuðu niður f jallahlíðarnar. —
í Hólminum mættum við bíl, sem bílstjórar okkur höfðu
tal af, fengum við þá þær slæmu frjettir, að brúin væri
farin af einni ánni í Blönduhlíðinni og mætti búast við
að þar þyrfti að snúa aftur, en áfram var samt haldið. Er
austur fyrir Fjörðinn kom, urðu bílstjórarnir að keyra
langan veg í vatni, svo flæddi yfir veginn. Þá komum við
að bilaðri brú, en bílarnir komust klaklaust yfir hana. —
Nú var þessi þrautin unnin, ekki varð hún farartálmi. —
En eftir nokkurra mínútna keyrslu komum við að
Hellnaá. — Hver skollinn! Hjer kom Joá bilaða brúin.
Þetta var trjebrú, og hafði áin rifið undan stoðarstöplun-
um að norðan og ekki viðlit að koma bíl yfir hana, hins-
vegar var hægt að ganga yfir hana, sem við og gerðum. —
Samtímis koma langferðabílar frá B. S. A. að henni að
sunnan, og datt okkur þá í hug að hafa ,,bílakaup“ eins
og hestakaup voru liöfð áður. En til þess kom Jdó ekki.
Vinnuflokkur kom og lagaði ána eitthvað ofanvert við
túnið á Hellu og þar fóru bílarnir lausir yfir að undan-