Hlín - 01.01.1946, Side 79
Hlín
77
leiðsögumann: Rósberg G. Snædal, sem er Húnvetning-
ur. Fylgdi hann okkur um Gróðrarstöðina og Lystigarð-
inn. — Mjer var sagt, að Þura í Garði hefði skotist út hjá
mjer um leið og jeg gekk inn í Lystigarðinn. En hana
langaði mig mikið til að sjá. — Ekki fengum við heldur
að sjá hana í Bændaförinni 1942, því þá var okkur sagt
að hún væri lasin. En kannske fór þetta best svona — fyrst
við gátum ekki sjest fyrir svona 30 árum! — Úr Lystigarð-
inum fórum við til Sundlaugarinnar, þar sem fjöldi
ungra Akureyringa voru að fá sjer morgunbað. — Næst
var Matthíasarkirkja skoðuð.
Er þessu öllu var lokið, var haldið til Hótel K. E. A. og
neytt miðdegisverðar. Áttum við, sem þar dvöldum, hin-
um alúðlegustu viðtökum að mæta hjá hinum alkunna
gistihúshaldara Jónasi Lárussyni, en þeirrar hafði jeg áð-
ur notið hjá honum á Garði í Reykjavík.
Þær konur, sem að Grund höfðu farið, nutu jiess síðar
um daginn að skoða þá staði, sem jeg hef áður minst á.
En kl. 3 var ákveðið að leggja af stað frá Akureyri. —
Við burtför okkar 1 jetti þokuna og var nú sama indæla
veðrið og verið hafði undanfarna daga. — Á leiðinni fram
Öxnadalinn sáum við bændur vera að sinala kindum sín-
um og þótti okkur Húnvetningunr hóparnir stórir hjá
því sem við eigum nú að venjast.
í Bakkaseli drukkum við kaffi. Að því loknu var haldið
yfir Öxnadalsheiði. — 1 heiðarsporðinum sáum við aftur
skjótta folaldið. — Á leiðinni út Blönduhlíðina var stans-
að hjá Víðivöllum. — Margar konurnar gengu þar lieim
til að skoða fallega trjágarðinn. — Enn var haldið áfram
stanslaust til Varmalilíðar. Þar var þá skemtisanrkoma og
margt fólk samankonrið. Konurnar skoðuðu sundlaugina.
Nú var farin að koma heimþrá í konurnar. Hafa þá
fyrst fyrir alvöru farið að lrugsa til bænda sinna og barna,
en þó vonað að öllu liði vel. — Að sjálfsögðu liafa þeir svo
lrugsað til okkar Bjarna, sem áttu — að óverðskulduðu —
kost á að fara þetta með okkar konur og annara — bara