Hlín - 01.01.1946, Page 107
Hlin
105
Gamlar bækur.
Allir vita, að mjög gamlar bækur eru mikils virði og
eftirsóttar, svo þær glatist ekki, og það er gott, en samt er
það mikill fjöldi bóka, sem almenningur lætur sig litlu
skifta um, og nefnir með lítilsvirðingu „gamalt rusl“,
sem menn vilja ekki líta við. Satt er það, að margar bækur
líta illa út fyrir vonda meðferð þeirra, er lesa þær (það
er ósiður, sem þyrfti að hverfa), en samt hafa þessar gömlu
bækur, þetta „rusl“, oft meiri og hollari áhrif en sumt af
því nýmeti, sem annaðtveggja skilur ekki nokkra hugsun
eftir hjá manni, eða Jrá einhvern sora, sem maður reynir
að gleyma, svo fljótt sem unt er.
Jeg vil ráðleggja öllum lesendum að lítilsvirða enga
hók fyrir Jrað, Jró hún sje farin að eldast eða láta á sjá, því
Jrað er margreynt, að það getur verið verðmeira, sem
minna lætur yfir sjer, og minna er af látið, en liitt, sem
dáð er fyrir ónóga þekkingu á Jrví, eða óprúttni þeirra,
sem hrósa Javí.
Auslfirsk kona.
Leirkerasmiðurinn
Vjer höfum oft enga hugmynd um Jrað, hve mikla
áreynslu og fyrirhöfn Jrað hefur kostað að ná þeirri full-
komnun, sem hlutirnir nú hafa. Vjer skulum nefna eitt
iliið lítilfjörlegasta: Hina gljáandi skel á leirílátum
vorum.
Maður nokkur frakkneskur, er hjet Bernhard Palissy,
varði öllu lífi sínu til að finna upp að búa til skel Jressa.
Hann var fæddur 1510. — Bolli, er hann sá, nreð gljáandi
skel á, vakti hjá honum brennandi löngun til að búa til
leirker á líkan hátt. Jafnframt því, sem hann varð að
vinna fyrir konu og börnum, hjelt hann með stöðugunr
ákafa áfram tilraununr sínum í þessa átt. Öllu því fje,