Hlín - 01.01.1946, Síða 129
Hlín
127
eiginlegar gleðistundir. Og garðurinn, þótt lítill og fátæklegur sje, á
ekki svo lítinn þátt í að halda fjelagskonunum saman.
Veturinn var óvenju mildur, rjett eins og hann vildi veita skjól öllu
hröktu og umkomulausu. Og nú signir sólin alt til lífs og starfa. Þá
er nú ekki þörf á að kvarta.
Kona í Norðurlandi skrifar: — Jcg sendi þjer hjerna að gamni kvæðis-
korn, sem varð til eina nótt, er jeg vakti yfir fjórum ungum hörnum
grannkonu minnar, sem er ung kona, og aldrei lítur út fyrir sinn erfiða
verkahring. Þessa nótt fór hún þó á skemtun með manni sínum.
Jcg var að hugsa um, hvort þessi börn myndu, er þau vaxa upp,
skilja hvernig móðir þeirra fórnaði æskufrelsi sinu í þeirra þágu.
M Y N D 1 N
Þegar vetrarfrost og fannir
fastast nísta grund,
gluggans hjelugráu rósir
gleðja barnsins lund.
Skammdegis i skuggaheimi
skelfur líf og sál,
þá er allra óskadraumur
eldsins þögla mál.
Hver er hún, sem kveikir eldinn,
klæðir börnin sín,
kuldabláum, bólgnum höndum
breiðir þerrilín,
hnoðar brauðið, bætir sokkinn,
bæjarhúsin þvær,
vaggar, syngur, vakir, huggar,
vonar, grætur, hlær.
Það er hún mamma, minstu hennar,
meðan dagur skín.
Kemur nótt með fönn og frosti,
fýkur í skjólin þín,
þá er gott að eiga auða
æskugleði lind:
Þinnar móður eilíf unga
yndisfagra mynd. H. J.