Hlín - 01.01.1946, Qupperneq 34
32
Hlín
umgangast fólk, finnur af eðlishvöt sinni hina rjettu
framkomu.
Hann talar ekki altaf, en er góður hlustandi, lofar öðr-
um að komast að, heldur ekki stíft frarn sínum skoðun-
um, sem hinum einu rjettu. — Talar ekki hátt, talar ekki
altaf um sjálfan sig og sínar gerðir. — Talar ekki illa um
náungann, afsakar heldur, ef hallmælt er. — Talar við alla
jafnt, gerir sjer ekki mannamun.
Það er t. d. ekki óalgengt í samkvæmum að sjá og lieyra
að sumir veislugestirnir eru algerlega settir hjá, ekki
með mat eða drykk, auðvitað, en með viðtal, enginn skift-
ir sjer af þeim. — Einhver „stjarna" er Jrar ef til vill, sem
allir vilja tala við eða hlusta á. — Jafnvel húsbændur láta
sjer stundum verða það á að tala altaf við þann sama, en
vanrækja aðra gesti sína. — Það gildir jafnt í fjelags-
lífinu og daglega lífinu, að ekki má ganga framhjá nein-
um, enginn má sitja hjá og láta sjer leiðast. — Það er þessi
nærgætni og hugsunarsemi í smámunum, sem öllum kem-
ur svo vel.
Líl’ið er samsett af eintómum smámunum, en margt
smátt gerir eitt stórt. — Lífið er ein heild. — Mikils um
vert að samferðafólkinu komi vel saman og liafi ánægju
hvert af öðru á ferðinni.
Einn af smámununum er, þegar mig langar til að
skemta mjer eilthvað eða gera mjer dagamun, og vil þá
auðvitað fá einhvern með mjer. En sumir eru altaf þverir
og hálffúlir, vilja ekki vera með af því þá langar ekki til
þess sjálfa. — Góðir fjelagar eru með til þess að skemta
öðrum.
Jeg man eftir ungum mentamanni, sem var heima í
sveit sinni í jólaleyfinu. Hann hafði gott herbergi frammi
í bænum, hlýtt og bjart, ekki ólíklegt, hugsuðum við, að
liann muni vilja vera sjer Jrarna, hvíla sig og lesa, ekki
kæra sig um að skemta sjer með okkur eldra fólki og
börnum. — Jú, hann kom og var altaf með okkur í spil-