Hlín - 01.01.1946, Qupperneq 71
Hlín
69
arstjórar skyldu vera deildarstjórar hreppanna, en þeir
voru: Fyrir Bólstaðarhlíðarhrepp, Bjarni Jónasson, Engi-
hlíðarhrepp, Páll H. Árnason og Vindhælishrepp, Ingvar
Pálsson, eða sá, er þetta ritar. — Þátttökubeiðni hafði bor-
ist frá 60—70 konum úr þessum 3 hreppum, og voru 3
stórir fólksbílar fengnir til ferðarinnar, allir af Blöndu-
ósi. Ákveðið var að leggja af stað 22. júní. — En það fór
eins og gengur, nokkrar konur heltust úr lestinni ýmsra
orsaka vegna, og ennfremur einn fararstjórinn: Páll H.
Árnason. — Sumar þessar konur, sem til fararinnar rjeð-
ust, höfðu aldrei fyr komið út fyrir sýslumörkin, og þó
margar þeirra ættu ekki heimangengt, hlökkuðu þær
mjög til ferðarinnar, — en hálfkviðu þó fyrir hristingn-
um, ef þær yrðu bílveikar. — Nóttina fyrir höfðu þessar
konur ekki langan svefntíma. í fyrsta lagi þurfti margt að
lagfæra, áður en heimilið var yfirgefið, í öðru lagi þurftu
þær að búa sig undir ferðina og í þriðja lagi að leggja upp
um miðja nótt — sumar hvei jar. — Bílarnir áttu að byrja
að taka upp kl. 7, en til þes sað komast á bílveg þurftu
sumar hesta, en aðrar gengu, alt eftir því sem aðstæður
voru til.
Jafnt „hinni rósfingruðu morgungyðju“ — risu konur
þessar úr rekkju og hófu ferð sína. — Kl. 9 áttu allar að
mætast í Bólstaðarhlíð og förin að hefjast. — Alt gekk
samkvæmt áætlun að heita mátti. — Vorgyðjan hafði aldr-
ei verið hátíðlegri en þennan morgun. Sólbjört og ylhlý
strauk hún vanga háfjallatindanna, svo' kolmóruðir jök-
ullækir runnu með margfaldri fallorku til hjeraðsfljót-
anna, er fluttu þá til sjávar. — Við Húnvetningar tökurn
ekki til þess með Blöndu gömlu, þó hún sje úfin og mó-
rauð á svipinn, því hún er með þessum ósköpum fædd,
en þegar bergtærir fjallalækir vilja fara að haga sjer eins,
þá þykir okkur stundum nóg um, en svo var þennan
morgun.
Eftir að síðasti bíllinn var kominn að Hlíð, var lagt af
stað, kl. 9.15. F.nginn tími var fyrir konurnar að heilsast.