Hlín - 01.01.1946, Blaðsíða 71

Hlín - 01.01.1946, Blaðsíða 71
Hlín 69 arstjórar skyldu vera deildarstjórar hreppanna, en þeir voru: Fyrir Bólstaðarhlíðarhrepp, Bjarni Jónasson, Engi- hlíðarhrepp, Páll H. Árnason og Vindhælishrepp, Ingvar Pálsson, eða sá, er þetta ritar. — Þátttökubeiðni hafði bor- ist frá 60—70 konum úr þessum 3 hreppum, og voru 3 stórir fólksbílar fengnir til ferðarinnar, allir af Blöndu- ósi. Ákveðið var að leggja af stað 22. júní. — En það fór eins og gengur, nokkrar konur heltust úr lestinni ýmsra orsaka vegna, og ennfremur einn fararstjórinn: Páll H. Árnason. — Sumar þessar konur, sem til fararinnar rjeð- ust, höfðu aldrei fyr komið út fyrir sýslumörkin, og þó margar þeirra ættu ekki heimangengt, hlökkuðu þær mjög til ferðarinnar, — en hálfkviðu þó fyrir hristingn- um, ef þær yrðu bílveikar. — Nóttina fyrir höfðu þessar konur ekki langan svefntíma. í fyrsta lagi þurfti margt að lagfæra, áður en heimilið var yfirgefið, í öðru lagi þurftu þær að búa sig undir ferðina og í þriðja lagi að leggja upp um miðja nótt — sumar hvei jar. — Bílarnir áttu að byrja að taka upp kl. 7, en til þes sað komast á bílveg þurftu sumar hesta, en aðrar gengu, alt eftir því sem aðstæður voru til. Jafnt „hinni rósfingruðu morgungyðju“ — risu konur þessar úr rekkju og hófu ferð sína. — Kl. 9 áttu allar að mætast í Bólstaðarhlíð og förin að hefjast. — Alt gekk samkvæmt áætlun að heita mátti. — Vorgyðjan hafði aldr- ei verið hátíðlegri en þennan morgun. Sólbjört og ylhlý strauk hún vanga háfjallatindanna, svo' kolmóruðir jök- ullækir runnu með margfaldri fallorku til hjeraðsfljót- anna, er fluttu þá til sjávar. — Við Húnvetningar tökurn ekki til þess með Blöndu gömlu, þó hún sje úfin og mó- rauð á svipinn, því hún er með þessum ósköpum fædd, en þegar bergtærir fjallalækir vilja fara að haga sjer eins, þá þykir okkur stundum nóg um, en svo var þennan morgun. Eftir að síðasti bíllinn var kominn að Hlíð, var lagt af stað, kl. 9.15. F.nginn tími var fyrir konurnar að heilsast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hlín

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.