Hlín - 01.01.1946, Blaðsíða 17
Hlín 15
Og hversvegna dirfumst við að gefa ungu kynslóðinni
traustsyfirlýsingar, þrátt fyrir alt?
Það er fyrst og fremst vegna þess, að á bak við hana í ís-
lenska kynstofninum standa konur eins og Anna á
Fjöllum.
Önnu á Fjöllum og hennar líkum er það að mjög þýð-
ingarmiklu leyti að þakka, að við getum gert okkur glæsi-
legar vonir um framtíð íslenska lýðveldisins, — íslensku
þjóðarinnar. Ritað { mars 1945.
Karl Kristjánsson.
Jórunn Hinriksson Líndal.
Ettir prófessor Hicliard Bcck.
Það er þegar orðinn álitlegur hópur dætur íslensku
landnemanna vestan hafs, sem hafa rutt sjer braut til æðri
mentunar og síðan unnið sjer frægðarorð og varpað ljóma
á ættstofn sinn með nytsögu starfi á ýmsum sviðum.
Heiðursrúm á þeim bekk skipar frú Jórunn Hinriksson
Líndal, sem ljest, langt um aldur fram, á Almenna sjúkra-
húsinu í Winnipeg 1. nóv. 1941, aðeins 45 ára gömul.
Rættust á henni orð skáldsins: „Skjótt hefur sól brugðið
sumri“. — Þeim mun merkilegra er það og verðugt frá-
sagnar, hve miklu hún fjekk áorkað í þágu menningar- og
þjóðnytjamála á ekki fleiri starfsárum.
En á Jórunni Hinriksson sannaðist það fornkveðna um
eplið, sem ekki fellur langt frá eikinni. — Að henni stóð
gáfað merkisfólk á báðar hendur. Hún var dóttir hinna
góðkunnu frumbyggjahjóna Magnúsar Hinrikssonar (frá
Efra-Apavatni í Laugardal í Árnessýslu) og konu hans
Kristínar Þorsteinsdóttur (ættuð af Álftanesi), nú bæði
látin, er bjuggu um langt skeið myndarbúi í Þingvallaný-
lendunni í Saskatchewan-fylki í Canada. Hjá þeinr ólst
Jórunn upp í ramm-íslensku andrúmslofti, því á heimili
þeirra voru íslenskar bókmentir og aðrar menningarerfð-