Hlín - 01.01.1946, Page 98
96
Hlín
ingum taka, jafnstór í dag og í gær, jafnávöl, eins að ofan
og að neðan, álíka mikið digrari í annan endann og þau
voru fyrsta daginn. En skurnir eggjanna, sem þó voru að-
eins einn millimetri á þykt, geyma mörg og furðuleg
leyndarmál. Þær eru til dæmis ekki að flíka því, þó sum
eggin sjeu andstyggilegustu fúlegg, en önnur hlaðin frjó-
magnaðri lífsorku, sem ummyndast dag frá degi á undur-
samlegan hátt. Sjálfar eggjamæðurnar fá ekki einu sinni
neitt að vita um þetta hræðilega leyndarmál. Því hvað er
hræðilegra fyrir móður en að liggja á fúleggjum og verða
þess loks áskynja, að dag eftir dag og viku eftir viku hefur
hún varið kröftum sínum, líkamshita og umhyggju til
þess að gera spilt spiltara. En giftusöm fuglamóðir ligg-
ur á eggjum, sem frjóvguð hafa verið í móðurlífi af hug-
ljúfum maka, sem söng fyrir hana um ástina og vorið.
Rósrauður blóminn eða rauðan liggur í fellingum eða
lögum innan í blómahimnunni, en utan um hana á alla
vegu lykur glitrandi hvítan. Loks kemur drifhvít skjall-
liimnan yst út undir skurninni.
Þannig eru eggin fyrstu tvo til fjóra dagana í hreiðrinu,
tárhrein og gagnsæ, ef þeim er snúið gegn sólarbirtunni,
en litprúð og þrungin næringu, þegar inn úr skurninni
kemur.
Ylinn frá líkama umhyggjusamrar móður leggur um
eggin frá enda til enda, loft streymir út og inn unr örsmá
göt á skurninni. Rósrauður óskapnaðurinn inni í egginu
kemst á hreyfingu og tekur undursamlegum breytingum
á skömmum tíma. Frjóbletturinn, úti undir blómahimn-
unni í annari hlið eggsins, dökknar og stækkar, og það
dásamlega skeður: Svartur, ólögulegur blettur verður að
augum, það bólar á heila og mænu, hrygg og hjarta, taug-
ar og æðar kvíslast út í ystu jaðra blómans. Óskapnaður-
inn íklæðist holdi og beinum. Á nokkrum dögum eru öll
lielstu líffæri ungans komin í ijós. Unginn vex og þrosk-
ast. Hann nærist á hvítunni og afgangi rauðunnar. —
Loks er svo komið einn góðan veðurdag, að næringarefn-