Hlín - 01.01.1946, Page 98

Hlín - 01.01.1946, Page 98
96 Hlín ingum taka, jafnstór í dag og í gær, jafnávöl, eins að ofan og að neðan, álíka mikið digrari í annan endann og þau voru fyrsta daginn. En skurnir eggjanna, sem þó voru að- eins einn millimetri á þykt, geyma mörg og furðuleg leyndarmál. Þær eru til dæmis ekki að flíka því, þó sum eggin sjeu andstyggilegustu fúlegg, en önnur hlaðin frjó- magnaðri lífsorku, sem ummyndast dag frá degi á undur- samlegan hátt. Sjálfar eggjamæðurnar fá ekki einu sinni neitt að vita um þetta hræðilega leyndarmál. Því hvað er hræðilegra fyrir móður en að liggja á fúleggjum og verða þess loks áskynja, að dag eftir dag og viku eftir viku hefur hún varið kröftum sínum, líkamshita og umhyggju til þess að gera spilt spiltara. En giftusöm fuglamóðir ligg- ur á eggjum, sem frjóvguð hafa verið í móðurlífi af hug- ljúfum maka, sem söng fyrir hana um ástina og vorið. Rósrauður blóminn eða rauðan liggur í fellingum eða lögum innan í blómahimnunni, en utan um hana á alla vegu lykur glitrandi hvítan. Loks kemur drifhvít skjall- liimnan yst út undir skurninni. Þannig eru eggin fyrstu tvo til fjóra dagana í hreiðrinu, tárhrein og gagnsæ, ef þeim er snúið gegn sólarbirtunni, en litprúð og þrungin næringu, þegar inn úr skurninni kemur. Ylinn frá líkama umhyggjusamrar móður leggur um eggin frá enda til enda, loft streymir út og inn unr örsmá göt á skurninni. Rósrauður óskapnaðurinn inni í egginu kemst á hreyfingu og tekur undursamlegum breytingum á skömmum tíma. Frjóbletturinn, úti undir blómahimn- unni í annari hlið eggsins, dökknar og stækkar, og það dásamlega skeður: Svartur, ólögulegur blettur verður að augum, það bólar á heila og mænu, hrygg og hjarta, taug- ar og æðar kvíslast út í ystu jaðra blómans. Óskapnaður- inn íklæðist holdi og beinum. Á nokkrum dögum eru öll lielstu líffæri ungans komin í ijós. Unginn vex og þrosk- ast. Hann nærist á hvítunni og afgangi rauðunnar. — Loks er svo komið einn góðan veðurdag, að næringarefn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.