Hlín - 01.01.1946, Page 94
92
Hlín
brautum, og starf verkamannanna er aðallega að stjórna
vjelunum.
Það er líka gaman að sjá, þegar verið er að salta síldina.
Þar kemur sjer vel að vera handfljótur, því það er borgað
vist fyrir tunnuna.
Svo kveð jeg Siglufjörð með yndislegum endurminn-
ingum um veruna þar. A. H.
Hlutleysi
Unt þó væri að afstýra,
, á þú hlutlaus blínir,
þegar hrasa og hálsbrotna
helstu vinir þínir.
J. Th.
íslenskar konur!
Þetta erindi dettur mjer oft í hug í sambandi við
áfengisnautnir nútímans. — Mjög oft eru unglingar, 15—
16 ára, teknir úr umferð sökum ofdrykkju, og drykkju-
menn, sem hvergi eiga höfði sínu að að halla, hafa síðast-
liðinn vetur gengið um gólf um götur og stræti Reykja-
víkur langar og kaldar vetrarnætur. — Það vantar hæli
fyrir þessa menn og uppeldisskóla fyrir unglingana á
meðan þetta heimsku- og hörmungaástand ríkir.
Að þessu hafa íslenskar konur verið altof hlutlausar í
áfengismálunum.
Það er því miður býsna algengt, að konur drekki frá
sjer vit og vilja og veiti vín á heimilum sínum og annars-
staðar, meðfram af því, að „það er svo fínt að vera með“.
— Víst verðum við konur að játa þessar ægilegu yfirsjónir,
sem ógna æsku og framtíð landsins.
Það lýtur út fyrir, að íslendingar ihafi aldrei verið því
frelsi vaxnir, að hafa vínið frjálst. — Fyr á árum, þegar
fátækt og einokun sveltu þjóðina, ltöfðu karlarnir ráð á
að hafa svo mikið áfengi, að til landauðnar horfði sum-