Hlín - 01.01.1946, Side 55
Hlín
53
og þegar skuggahliðamar eru á góðum vegi með að
byrgja þær björtu, já, þá er tími til kominn að staldra við
— og ræða málið að minsta kosti, ef eitthvað mætti færa
til, svo sólin megi halda áfram að skína á kvenrjettindin.
Við skulum þá fyrst og fremst líta á hvað við meinum
með húsmóður, og hvert starf hennar er. — Þegar piltur
og stúlka hafa ákveðið að lifa lífinu saman, hafa þau vit-
andi eða óvitandi gert samning um að standa hvort við
annars hlið í blíðu og stríðu. — Hann reynir af fremsta
megni að afla þess, sem þau þurfa, svo þau geti átt heim-
ili. Hún á að annast þetta heimili, halda öllu í röð og
reglu, búa til matinn og matreiða hann af kunnáttu, svo
hann hafi í sjer þau næringarefni, sem líkaminn þarfnast,
hann á að vera vel til búinn og fallega framreiddur, og
það þó máltíðarnar sjeu fátæklegar. Þetta verður að vera
í samræmi við efnahag fjölskyldunnar. — Þá skal húsmóð-
irin sjá um þvottana, þó hún þvoi ekki sjálf, sem er æski-
legast, þá þarf að þurka, rúlla og strauja þvottinn, og svo
þarf að gera við. Hún verður að stoppa og bæta og sjá um
að alt geti enst sem lengst. Þá þarf að sauma nýtt, og best
er að húsmóðirin geti það, ef efnahagurinn leyfir ekki að
hjálp sje tekin. — Svo verður hún að hafa búreikning, en
misbrestur mun vera á því hjá mörgurn fjölskyldum. Hús-
móðir, sem ekki heldur reikning yfir það, sem hún eyðir,
veit ekki sem skyldi um útgjöld sín við heimilið. Hún
getur þá ekki búist við, að maðurinn geti sett sig inn í
hennar eyðslu, og vill þá, ef til vill, ógjarnan láta af hendi
þá peninga, sem krafist er. — Hússmóðirin verður á öllum
tímum að þekkja efnahagsafkomu mannsins, svo hún geti
hagað eyðslu sinni í þágu heimilisins eftir því. — Hús-
móðirin þarf að vera lagtæk. Hún þarf að geta gert við
einföldustu rafmagnstæki, rekið nagla, notað málarakúst
og farfa. — Henni er nauðsynlegt að vera búhög.
Þá komum við að börnunum. Barnið heimtar orku
móðurinnar frá því að fóstrið er 6 vikna — og þangað til
æskan er í fullum blóma — 20 ára. Við getum vel tiltekið