Hlín - 01.01.1946, Side 55

Hlín - 01.01.1946, Side 55
Hlín 53 og þegar skuggahliðamar eru á góðum vegi með að byrgja þær björtu, já, þá er tími til kominn að staldra við — og ræða málið að minsta kosti, ef eitthvað mætti færa til, svo sólin megi halda áfram að skína á kvenrjettindin. Við skulum þá fyrst og fremst líta á hvað við meinum með húsmóður, og hvert starf hennar er. — Þegar piltur og stúlka hafa ákveðið að lifa lífinu saman, hafa þau vit- andi eða óvitandi gert samning um að standa hvort við annars hlið í blíðu og stríðu. — Hann reynir af fremsta megni að afla þess, sem þau þurfa, svo þau geti átt heim- ili. Hún á að annast þetta heimili, halda öllu í röð og reglu, búa til matinn og matreiða hann af kunnáttu, svo hann hafi í sjer þau næringarefni, sem líkaminn þarfnast, hann á að vera vel til búinn og fallega framreiddur, og það þó máltíðarnar sjeu fátæklegar. Þetta verður að vera í samræmi við efnahag fjölskyldunnar. — Þá skal húsmóð- irin sjá um þvottana, þó hún þvoi ekki sjálf, sem er æski- legast, þá þarf að þurka, rúlla og strauja þvottinn, og svo þarf að gera við. Hún verður að stoppa og bæta og sjá um að alt geti enst sem lengst. Þá þarf að sauma nýtt, og best er að húsmóðirin geti það, ef efnahagurinn leyfir ekki að hjálp sje tekin. — Svo verður hún að hafa búreikning, en misbrestur mun vera á því hjá mörgurn fjölskyldum. Hús- móðir, sem ekki heldur reikning yfir það, sem hún eyðir, veit ekki sem skyldi um útgjöld sín við heimilið. Hún getur þá ekki búist við, að maðurinn geti sett sig inn í hennar eyðslu, og vill þá, ef til vill, ógjarnan láta af hendi þá peninga, sem krafist er. — Hússmóðirin verður á öllum tímum að þekkja efnahagsafkomu mannsins, svo hún geti hagað eyðslu sinni í þágu heimilisins eftir því. — Hús- móðirin þarf að vera lagtæk. Hún þarf að geta gert við einföldustu rafmagnstæki, rekið nagla, notað málarakúst og farfa. — Henni er nauðsynlegt að vera búhög. Þá komum við að börnunum. Barnið heimtar orku móðurinnar frá því að fóstrið er 6 vikna — og þangað til æskan er í fullum blóma — 20 ára. Við getum vel tiltekið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.