Hlín - 01.01.1946, Blaðsíða 22
20
Hlín
hún mætti til vegar koma landinu og þjóðinni til hags-
bóta, landinu sem hún unni af alhug. — Jórunn Líndal
lifir í minningum manna í stórhýsum við skrautgötur
canadisku þjóðarinnar, en engu síður í hreysum fá-
tæklinganna í þorpum og afskektum sveitabýlum, því
hún átti sterkasta þáttinn í að stofna til fræðslu, kenna
hinum Iijálparþurfa þá list að hjálpa sjer sjálfur."
Frú Jórunnar og starfsemi liennar að þjóðþrifamálum
er minst í ritstjórnargrein í „Winnipeg Tribune", og þar
sagt að hún hafi með starfi sínu og persónuleika haft mik-
il áhrif, eigi aðeins innan Winnipegborgar og Manitoba-
fylkis, heldur einnig um alt landið. „Hún var í flokki
fremstu borgara vorra,“ bætir blaðið við, „fáir hafa reynst
jafnágætir þegnar Canada.“
Hvergi var hennar Jró minst fagurlegar en í kvæði á
ensku („Til Jórunnar H. Líndal"), eftir ónafngreindan
höfund, og fylgir Jrað hjer í ágætri þýðingu dr. Sigurðar
J. j óhannessonar:
Jeg sá þig aldrei, svo jeg vissi til,
en sagan þín var kunnug mjer sem öðrum,
frá lífi þínu lagði kraft og yl,
sem lyfti Jreim, er veifa smærri fjöðrum.
Úr gömlu blaði geymdi jeg mynd af Jrjer,
í gegnum hana sá jeg fegurð skína,
þar tign og göfgi brostu á rnóti mjer
og mintu glögt á alla sögu þína.
Ef jeg, sem aldrei sá þig, sakna þín,
hve sárt mun þeirn, er nutu hamingjunnar
og náðu geisla af þinni sál til sín,
þú sigurprúða ímynd Fjallkonunnar,