Hlín - 01.01.1946, Side 46
44
Hlín
því fyrsta og notkun hennar á ýmsa vegu, þelið, togið og
hærurnar. — Það var hært, kembt og spunnið, prjónað,
heklað og ofið úr því, sem spunnið var. — Einnig þjóðleg-
ar hannyrðir úr og í íslenskt efni.
Nemendur voru úr öllum sýslum Norðlendingafjórð-
ungs, og stunduðu þær námið með afbrigðum vel og voru
ágætlega Iieimilisræknar. — Er það von mín, að þær hafi
kenslunnar nokkur not, þó stuttur væri tíminn.
Að athuguðu máli starfar skólinn nú allan komandi
vetur og byrjar um veturnætur. Heimavist er í skólanum,
og verður fæðiskostnaður svipaður og á öðrum kvenna-
skólum landsins. Efni verður fáanlegt á staðnum og öll
áhöld eru þar til staðins.
Á s. 1. vori, eftir að Tóvinnuskólanum sleit, var haldið
þriggja vikna námsskeið í skólahandavinnu fyrir kennara
á Norðurlandi. — Var aðalkennari þar Arnheiður Jóns-
dóttir, kennari við Kennaraskóla íslands. — Undirrituð
kendi burstagerð, bastvinnu, körfugerð og útsögun. —
Þessum vornámsskeiðum verður að öllu sjálfráðu haldið
áfram næsta vor.
Umsóknir um Tóvinnuskólann má senda til forstöðu-
konunnar, Rannveigar H. Líndal, Svalbarði, (sími: Sval-
barð), eða til undirritaðrar. (Sími 488, Akureyri).
Halldóra Bjarnadóttir.
10 ÁRA STARF
á Snæfj'allaströnd norðan Isafjarðardjúps.
Fyrir 10 árum var farskóli sá, er áður hafði starfað hjer
í Snæfjallaskólahverfi, gerður að föstum heimangöngu-
skóla. — Jafnframt þeirri breytingu leigði skólanefndin
húsnæði fyrir skólann í þá nýbyggðu húsi að nýbýlinu
Lyngholti hjer í innri hluta Snæfjallahr., hjá þeim hjón-
um Ingvari Ásgeirssyni smið og bókbindara og Salbjörgu