Hlín - 01.01.1946, Blaðsíða 88
86
Hlín
ræstingu kirkjunnar, fyrslu 10 árin endurgjaldslaust, en
síðan fyrir væga þóknun, er fellur kirkjunni aftur í skaut
til fegrunar og bóta. — Einnig kom f jelagið á sjónleikum
og samkomum til fjáröflunar í málningar- og altaristöflu-
sjóð kirkjunnar, meðan verið var að fullgera hana. —
Kvenfjelagið sjer um gróðursetningu trjáplantna og
btóma í nýja kirkjugarðinum og hefur starfandi 5 kvenna
nefnd til að annast starfið, en skyldar eru fjelagskonur að
rjetta hjálparhendur hvenær sem sú nefnd kallar. — Árið
1918 kostar Kvenfjelagið stúlku til hjúkrunarnáms
nokkra mánuði á Akureyrarspítala og starfaði ltún að
náminu loknu á heimilum þorpsins í veikindatilfellum,
vel látin og til mikils gagns. En stúlkan var álitleg og
giftist brátt og kostaði þá fjelagið aðra stúlku til sama
náms. Alt fór á sömu leið, sú giftist einnig, og gafst þá
fjelagið upp við þessa viðleitni, en útvegaði síðar starfs-
stúlku, er aðstoðaði á heimilum í veikindatilfellum. Var
stúlkan styrkt með föstu árgjaldi auk þess kaups, er hún
fjekk fyrir vinnu sína á heimilum, er hennar leituðu. Sú
þarfa starfsemi er Jrví miður lögð niður í seinni tíð.
Fjelagið heitti sjer fyrir fjársöfnun fyrir Kristneshæli
og Landsspítalann árið 1920. Var sú fjársöfnun sú lang-
mesta er hafðist inn í einu, rúm 1100 hundruð krónur, og
Jtótti mikið í þá daga. — Árið 1921 stofnaði fjelagið
sjúkraáhaldasjóð, er Jrað jók svo árlega með samkomu-
haldi og veitti oftar en einu sinni til Sjúkraskýlis hjer á
staðnum. — Þegar svo Sjúkrahúsið var hygt hjer 1936 gaf
fjelagið úr þessum sjóði 10 fullhúin rúm. — 1928 gengst
fjelagið fyrir hjúkrunarnámsskeiði með styrk Rauða kross
íslands. — Eftir Jrað kaupir fjelagið hjúkrunaráhöld, er
það lánar jafnan síðan á heimili þcrpsins í veikindatil-
fellum. 1932 gerist fjelagið meðlimur Blindravinafjelags
íslands. — 1943 stofnar fjelagið 1 jóslækningasjóð fyrir
veikluð barnaskólabörn. Bíður nú sá sjóður fullbúinn að
taka ti! starfa, strax og skilyrði eru fyrir hendi að starf-
rækja hann, svo sem nýbygging barnaskóla, er nú skal