Hlín - 01.01.1946, Blaðsíða 73
Hlín
71
teknum bílstjórunum. Gekk það hálf illa, en þó slysa-
laust. — Við þessa töf var klukkutíma stans. — Nú var sest
í bílana og „slegið í“ fram Blönduhlíðina. — Á milli
Silfrastaða og Kota var áð og tekinn árbítur: Egg, harð-
fiskur, brauð, smjör og mjólk. — Allar konurnar borð-
uðu, og engin þóttist bílveik.
Nú var keyrt l'ram bjá Kotum og stemt til Öxnadals-
heiðar. — Jeg fór að hugsa um ábúendurna á Kotum,
hvað þeir ættu langt til aðdrátta og hvað jarðirnar virt-
ust nytjalitlar. — Bar svo saman í huganum jarðir þær í
Laxárdalnum, sem nýlega eru komnar í eyði, en hafa þó
grasgefin og vjeltæk engi, og eigi lengra frá kaupstað en
25—35 km. — En þær eru ekki í þjóðbraut.
í heiðarsporðinum sáum við bleikskjótt folald, nýkast-
að, sem margar konurnar langaði til að eiga. En ekki
þorðum við að taka það með.
Nú var farið yfir hina illræmdu Giljareiti, sem nú eru
ekki mjög hættumiklir í samanburði við það sem var fyrir
30 árum, er jeg fór fyrst yfir þá gangandi í náttmyrkri á
leið til Akureyrar. — En blessaðar ríkisstjórnirnar hafa
litið í náð til þessara örðugleika og látið lagfæra þá. —
Fyr en varði komum við ofan að Bakkaseli, en þar mátt-
um við ekki stansa, því miðdegisverðurinn, sem við pönt-
uðum á Hótel K. E. A. fyrir 2 dögum, yrði að sjálfsögðu
orðinn kaldur, þar sem við vorum orðin klukkutíma á
eftir áætlun.
Flestar jarðir ofan til í Öxnadal eru komnar í eyði, en
allar voru þær í bygð fyrir 30 árum. — Víða er þar yndis-
lega sumarfallegt, en niðri í dalnum fóru að sjást reisu-
leg býli. — Það eru talsverð misbrigði eða sumstaðar í
Skagafirði og jafnvel hjá okkur Húnvetningum.
Þegar við vorum móts við Hraun var sungið: „Þar sem
háir hólar“. — En söngurinn truflaði ekki bílstjórana,
áfram brunuðu bílarnir í sterkju sólarliita og glitrandi tí-
brá. — Fyrst sáum við nokkur grasbýli nálægt Akureyri,