Hlín - 01.01.1946, Page 97
Hlín
95
Nei, svona er ekki sumarstal
við sæ, til heiða, um fjörð og dal,
það liljómar skýrt, þó hafi lágt,
og hvíslar laðandi úr sjerhverri átt:
„Jeg er lijer komin með unað minn,
svo andi jeg friði í sál þjer inn,
jafnt fátækra og ríkra, jafnt eldri sem yngri,
til allra bendi jeg mínum fingri,
og minni á öfluga orkuþrá
í öllum gróðri, sem líta má.
Með áróða boða jeg ungan dag,
og indæla hvíld um sólarlag.
En fremst af öllu, það fram jeg tek,
til lriðsælla starfa jeg alla vek.
Elskaðu, vonaðu, aðra gleð,
öllum sýndu það breytni með
að viljirðu rækja vaxtarþrá
og vinna að öllu, sem göfga má.“
Þó breytist margt í mannlífs ferð,
sú mikla gleði er aldrei skerð,
þá vetrarkuldinn víkur og dvín,
hið vonglaða, bjarta sumar skín.
Austfirsk kona.
J'
Urval
Úr bókinni „Um loftin blá“, eftir Sigurð Thorlacius,
skólastjóra.
Gráblá æðaregg í bældu hreiðri sunnan undir gráum
steini láta lítið yfir sjer. Þau liggja hreyfingarlaus dag eft-
ir dag eins og steinar eða sprek. Þau sýnast engum breyt-