Hlín - 01.01.1946, Qupperneq 66
64
Hlín
þegar þjer sjálfum þykir mál,
þá leið mig í þín hús.
Jeg fel þjer hjarta, sinni og sál
sætasti minn Jesús.
Ef gott yrði veður ætlaði faðir minn með fólkið á sleða
til kirkjunnar og jeg átti að fá að fara með. — Ó, hvað jeg
bað Guð að gefa gott veður, og hann gerði það. — Glærir
ísar voru alla leið ,svo að segja frá túninu heima, og alveg
að kirkjustaðnum. — Alt fjell í ljúfa löð, við keyrðum til
kirkjunnar glöð í huga.
Nær er mjer að halda, að nútímabörn, sem koma á jól-
unum inn í raflýsta kirkju, sjeu ekki hrifnari en jeg var
þá að koma inn í litlu sveitakirkjuna með mörgu kerta-
ljósunum. Dýrðlegastur þótti mjer gljáfægði koparljósa-
hjálmurinn í kórnum með 10 ljósum, hann var í mínum
barnsaugum dásamlegt undur.
Þegar komið var heim frá kirkjunni var farið að spila
púkk. Það þótti sjálfsagt að spila það, af því að svo marg-
ir komust þar að. Mikið var kappið að safna sem flestum
glerum, þau voru höfð sem spilapeningar. Líklega þætti
það 1 jelegt nú á tímum að spila upp á gler. Nú eru seðlar
látnir fjúka og þykir ekki saga, þó nokkrir tugir fjúki á
einni klukkustund.
Þessar minningar eru nú um 60 ára gamlar. Von er að
margt sje breytt, og þó virðast mjer að breytingarnar hafi
verið óskiljanlega stórfeldar. Jeg geymi minningu um
mörg jól þessara liðnu ára og hugsa um framfarirnar.
Mikil var gleðin heima, þegar fyrsti olíulampinn kom
rjett fyrir jólin, þá mun jeg hafa verið 9 ára. Smátt og
smátt bættist við á heimilið ýmislegt til þæginda og öllu
var innilega fagnað. Mörg barnsaugu lief jeð sjeð ljóma
yfir jólaljósum, en best man jeg þegar fyrsta grenihríslan
kom á jólunum í þessa sömu baðstofu, sem jeg hef verið
að segja frá, og jeg sá gleðina ljóma í augum einkabarns
míns og fleiri barna. Jólatrjeð það var ekki skreytt dýru