Hlín - 01.01.1946, Blaðsíða 93
Hlín
91
syngja þau. — Forstöðukonan, sem er þar í sumar, frú
Ingunn Runólfsdóttir frá Kornsá, kennir þeim Ijóð og
lög. — Það er ánægjulegt að sjá þau hópast í kring um
liana og syngja, og þau, sem ekki geta sungið, lilusta á.
Kvenfjelag Siglufjarðar starfrækir barnaheimilið, en
sjerstök nefnd innan fjelagsins annast allan rekstur þess.
— Frú Guðrún Björnsdóttir frá Kornsá er formaður henn-
ar, og nýtur þessi stofnun því vel hennar mikla áhuga
og skörungsskapar. — Húsið var bygt 1939. — í því er
stór borðsalur, sem einnig er leikslofa fyrir börnin, þegar
þau geta ekki leikið sjer úti, eldltús, forstofa, snyrtiklefi
og lítil stofa með legubekkjum, þar sem yngstu börnin
geta sofið.
„Breta-braggi" var reistur skamt frá húsinu, þiljaður
innan. Þar geta börnin leikið sjer, þegar rigning er.
Dvalarheimili fyrir 40 börn hefur Kvenfjelagið einnig
rekið á Sólgörðum í Fljótum. Lagði það fje í byggingu
heimavistarskólans þar, til þess að hafa þar sumarhæli
fyrir börn af Siglufirði. — í sumar hefur heimilið ekki
getað starfað sökum fólksleysis.
Sildarverksmiðjurnar eru einu fyrirtækin á íslandi,
sem talist geta til stóriðju. — Úr skipunum er síldin flutt
í krana og síðan á flutningabrautum í þrærnar. í nýjustu
versksmiðjum er hún aftur flutt með vjelaútbúnaði inn
í sjálfa verksmiðjuna. Þar er síldin fyrst soðin í stórum
suðukörum. Lýsið og vatnið rennur þaðan i skilvindur,
senr skilja lýsið frá, og rennur það síðan í leiðslur til
geymanna. — Grúturinn (síldin) fer úr suðukörunum í
pressur, sem pressa mestailan vökva úr því. — Þurefnið
fer síðan í þurkara, sem eru kyntir með gufu, og þurka
vökvann úr mjölinu, sem þar næst er malað í þar til
gerðum kvörnum. — Úr kvörnunum er mjölinu blásið
gegnum pípu í mjöllrúsið, þar kemur það í trekt, sem
fyllir pokana. Pokarnir fara svo gegnum vjel, sem saurnar
fyrir þá. Síðan fara þeir eftir rennibrautum á geymslu-
stað. — Allur flutningur síldarinnar fer fram á renni-