Hlín - 01.01.1946, Page 112

Hlín - 01.01.1946, Page 112
110 Hlín að stærð. Þar er mjög fallegur og víður sjóndeildarhringur, og eyjan er falleg. — Það er sumarfrí okkar, og þá einkum eldra fólksins, að gæta varpsins á vorin, og þykir því gott þar að vera 4—5 vikur. Mestur dúnn var 45 kg, en minkaði á stríðsárunum, og er nú 18 kg. Olíubrá mikil var á sjónum, og settist þetta í fiður fuglanna, svo þeir hrundu niður unnvörpum. — Hvort þetta er eina orsökin, veit maður ekki, og ekki heldur veit maður, hvort tekst að auka þetta aftur og ala upp í skarðið. Um hcimilisiðnað okkar er fátt að scgja. Það sem áður var sagt tefur nú oft fyrir þannig löguðum verkum. Við saumum samt alt fyrir hcim- ilin, nema spariföt karlmanna. Oll prjónaföt vinnum við og spinnum á rokka, prjónum á hringvjel og lopaplögg og peysur í höndunum. — Við höfum vefstólsgarm, og dálítið hefur verið ofið i honum, t. d. 6 bekkábreiður, sessur, gluggatjöld o. fl. En það cru engin stór afköst hjá okkur í neinu. Jæja, Halldóra mín, jeg skrifa þetta í flýti, og það eru líka sundur- lausir molar, aðeins til að sýna lit á að verða við tilmælum þínum, og treysti þjer til að laga, ef þjer finst þurfa, ef þú á annað borð lætur það í „Hlín“. — Jeg segi bara í stuttu máli frá afdalalífinu okkar. — Við höfum þó síma og, eins og fleri góðir menn, útvarp. — Jeg hef nú lengi alið þá von í brjósti, að við gætum fengið rafvirkjun í Fagradals- ána, sem rennur rjett við túnið. En það eru víst ekki vel góð skilyrði — jcg vcit ekki hvað á að vona. — Jeg vildi að þú værir horfin hingað einhvern sólríkan sumardag, því jcg held að þjer mundi þykja fallegur sjóndeildarhringurinn, hann cr víður og fagur, þykir mjer. Og miðnælursól höfum við 2—3 vikur hjer um Jónsmessuleyti eða sólstöður. O. W. Af Hesteyri er skrifað á Jónsmessu 1946: — Gaman væri að geta sent „Hlín" þinni nokkrar línur, en hjeðan er lítið að frjetta, nema að sveitin okkar kæra er að leggjast í eyði, lijer var á fimta hundrað manns í hreppnum, en nú mun vcra eftir 100—150 manns, mest eldra fólk og gamalmenni, svo ekki blæs byrlega með að selja „Hlín". Mjer hefði þótt gaman að geta sclt mcira, því mjer þykir vænt um hana, mjer finst hún vera tengiliður milli okkar kvennanna, sem hugsum svo líkt og unnum starfi og íslensku þjóðerni. Vel er það, að íslensku mæðurnar og húsmæðurnar eiga nú við betri lífskjör að búa en vcrið hefur, og vonandi verður það þeim til bless- unar og þroska. En oft legig jeg þá spurningu fyrir sjálfa mig: Er nú- tímakonan og móðirin sælli, hamingjusamari og ánægðari en mæður okkar og ömmur, sem lítið þeklu af öllum þessum lífsþægindum? — En mentun og bættari lífskjör vonar maður að skapi nýja og þroskaðri kynslóð en þá, sem á undan gekk. Aðeins að hún ekki gleymi, að engin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.