Hlín - 01.01.1954, Side 9
Hlín
7
að skilja mátt samtakanna og beita honum. — Þær hafa
fundið að þær geta unnið saman að lausn og framgangi
góðra málefna, hvar í flokki sem þær standa, og fundið
að þeim ber að gera það.
En þakklátastar munu konurnar fyrir þá kynningu og
gleði, sem fundir Sambandsins hafa veitt. — Þetta alt eru
verðmæti, sem ekki verða vegin á neina vog. H. P.
Vorið 1914 bárust þau tilmæli frá Halldóru Bjarnadótt-
ur, skólastjóra Barnaskólans á Akureyri, til Sambands
þingeyskra kvenna, að senda nokkra fulltrúa á fund á
Akureyri til að ræða um samvinnu kvenna á Norðurlandi,
og var konunum boðið að vera gestir Akureyrarkvenna
vikutíma, þeim að kostnaðarlausu.
Þessu glæsilega boði fanst þingeysku konunum ekki
hægt að neita, en það var ekkert spaug að komast um
landið, því að það var eitt þetta kalda vor, gróðurlaust og
vond veður.
Verður nú hjer til gamans sagt frá ferð okkar tveggja
stúlkna úr Mývatnssveit til Akureyrar þetta vor (Hólm-
fríðar Pjetursdóttur á Gautlöndum og undirritaðrar).
Fundurinn átti að standa seinni hluta júnímánaðar. —
Þegar kominn var 14. júní var enn óráðið hvernig ætti
að kornast. — Þá frjettum við að „Vesta“ ætti leið vestur
um frá Húsavík 17. eða 18. júní. — Þann 14. júní vildi
okkur það happ til, þessum tveim stúlkum, sem bjugg-
um í nágrenni hvor við aðra, að bóndinn á öðrurn bænum
þarf nauðsynlega að senda tvo hesta undir flutning til
Húsavíkur, og býður okkur að nota þá. — Eins og nærri
má geta voru þetta engir reiðhestar og útlitið ekki glæsi-