Hlín - 01.01.1954, Side 16
14
Hlín
tillögum alþingismannsins um stofnun skólaheimilis fyrir
ungar, afvegaleiddar stúlkur, og telur vel til fallið að tek-
ið verði í því skyni eitthvað af þeim húsakosti á vegum
ríkisins, sem stendur ónotaður eða lítt notaður víðsvegar
um landið.
5. Fundur S. N. K., haldinn á Akureyri dagana 1.—4.
júlímánaðar 1954, skorar á Alþingi og ríkisstjórn að koma
sem allra fyrst upp rannsóknarstofnun og heilsuhæli fyrir
ofdrykkjusjúklinga.
6. Fundur S. N. K., haldinn á Akureyri dagana 1.—4.
júlí 1954, skorar á kvenfjelögin að gangast fyrir því í sam-
ráði við hreppsnefndir sveitanna, að notfæra sjer hin nýju
lög um heimilishjálp.
7. Fundur S. N. K., haldinn á Akureyri dagana 1.—4.
júlímánaðar 1954, skorar á Kvenfjelagasamband íslands
að beita sjer fyrir leiðbeiningastarfsemi um gæðamat og
val á áhöldum til heimilisnotkunar.
8. Fundur S. N. K., haldinn á Akureyri dagana 1.—4.
júlí 1954, felur stjórn sinni að beina þeirri áskorun til
Búnaðarþings, sem samankemur á næsta vetri, að það
taki upp að nýju styrk til kaupa á heimilisiðnaðartækjum.
9. Fundur S. N. K., haldinn á Akureyri dagana 1,—4.
júlí 1954, lítur svo á, að nú fari að verða síðustu forvöð að
safna heimildum um aðdragánda og stofnun kvenfjelag-
anna í Norðlendingafjórðungi, og skorar þvi á Halldóru
Bjarnadóttur og Hólmfríði Pjetursdóttur, sem munu
kvenna kunnastar þeim málum, að hefja það starf á næsta
vetri og skrifa sögu fjelaganna. Beinir fundurinn jafn-
framt þeim tilmælum til K. í. að það styrki þá starfsemi
með fjárframlagi.
10. Lagabreyting. Fundur S. N. K., haldinn á Akur-
eyri dagana 1,—4. júlí 1954, samþykkir að úr 5. grein
í lögum Sambandsins falli þessi orð: „Sambandið skal
eiga heimili á Akureyri."