Hlín - 01.01.1954, Page 31
Hlin
29
Guðrún. Guðbjörg. Sigrún.
stjóra, sem lengi bjó í Hjaltadal í Fnjóskadal. Hann ljest
í Fjósatungu 9. ágúst 1914.
Guðrún var elst þeirra systra, fædd 29. nóvember 1856.
— Hún giftist Indriða Árnasyni frá Dæli 10. sept. 1878. —
Bjuggu þau lengi á Belgsá, og voru yngri systurnar þar
nokkur ár, þegar jeg var að alast upp. — Indriði og Guð-
rún bjuggu snotru og skuldlausu búi á Belgsá, keyptu og
hýstu jörð sína vel eftir því sem þá gerðist. — Steinsteypu-
og járnþakaöldin var þá ekki runnin upp. — í einu skör-
uðu þau hjón fram úr öllum þorra manna: Heimili þeirra
var löngum hæli vesalinga, sem einhverra hluta vegna
voru ósjálfbjarga og aðrir vildu ógjarnan hafa á heimili
sínu. Voru sumir þeirra þar í elli og til æfiloka. — Stafaði
þetta, ef til vill, að nokkru af því, að Indriði fjekst lítils-
háttar við lækningar, var hómapati sem kallað var. — Ekki
gerði hann það sjer til fjár, heldur af líknarlund. — Lækn-
ar voru þá fáir, og oft var fönn að farartálma í Fnjóskadal,
þegar skjótrar hjálpar þurfti við. — Þau hjón ólu upp 3
börn, sem öll ljetust uppkomin á undan þeim. Síðastur
kvaddi þau Karl, fóstursonurinn, hinn besti drengur. —
Hann var tekinn við búi á Belgsá, en fórst í snjóflóði 4.