Hlín - 01.01.1954, Síða 40
38
Hlin
um, en rödcl sögulesarans varð að láta hærra í eyrum, því
allir biðu með eftirvæntingu og tilhlökkun kvöldvök-
unnar, að fá að heyra áframhald sögunnar, sem verið var
að lesa kvöldinu áður, eða ef hefja átti lestur á nýrri sögu.
— Faðir minn var afbragðs upplesari og las hann oftast, en
stundum vinnumaður. — En húslestrana las faðir minn
altaf sjálfur og söng sálma á undan og eftir þeim og fólkið
með, sem sungið gat. Þá hljóðnaði alt annað í baðstof-
unni. — Frá síðasta sumardegi til fyrsta sumardags voru
húslestrar lesnir hvern dag, virka daga venjulegast í
vökulok, en sunnudaga og aðra daga frá kl. 11—12, áður
en hádegiskaffi var drukkið. — Alt árið um kring, nema
jóladag og nýársdag var lesið, þegar fólk reis úr rekkju,
áður en morgunkaffi var drukkið og gengið til nauðsyn-
legra starfa, það.setti sinn sjerstaka helgiblæ á þessa há-
- tíðisdaga.
Já, blessuð amma sín, það mátti með sanni segja, að í
höndum þínum var öll handavinna sem leikur.
Það var eðlilegt að leitað væri til hennar með fatasaum,
eftir að hún eignaðist þann kjörgrip sem saumavjelin var,
meðan hún var í fárra eigu, enda var amma leikin í því að
sníða og sauma. — Minnisstætt er mjer sjerstaklega hve
vel hún gerði við allan fatnað, stykkjaði og pressaði svo
vel, að lítið bar á að bætt væri.
Þá mætti segja margt um matargerð öramu minnar,
alt var vel tilbúið sem hún gerði, hún fylgdist líka með
framförum í þeim efnum sem öðrum. — Meðan mikið var
um þann sið að hafa stórveislur, var amma fengin til að
standa fyrir þeim víða í sveit sinni, þegar hún bjó á
Steinsmýri. — Það þurfti mikinn undirbúning, því altaf
var hafður matur, var þá oftast steik með fleiru. — Boðs-
gestir voru þá stundum 1—2 hundruð.
Þegar móðir mín giftist, liöfðu þau afi og amma mikla
veislu heima hjá sjer, boðsgestir voru 180 manns, víðsveg-
ar að úr sýslunni. — Ári síðar höfðu þau álíka veislu, þá
giftist Gissur, elsta barn þeirra, kona hans var Þórdís