Hlín - 01.01.1954, Side 43
Hlin
41
varð að vaka og njóta hennar sem lengst. — Þegar leið á
kvöldið, byrjaði afi að kveða úr „Barndómsrímum“, sem
voru skrifaðar með mjög fornu letri, sem fáir gátu lesið
nema hann, sem kunni þær víst orðið að mestu, því hann
hafði þær yfir um hver jól, sem jeg man í Þykkvabæ. —
Eftir að jeg fór þaðan fanst mjer þetta atriði, fyrst í stað,
vanta til að fylla jólahelgina. — Efni þeirra var mjer hug-
næmt, þær sögðu frá foreldrum Maríu og æsku hennar,
áður en hún varð kona Jósefs, svo frá fæðingu Jesú og
æsku. — Hvaðan Jiessar rímur voru upprunnar veit jeg
ekki, því aldrei hef jeg sjeð þær eða heyrt, nema af þess-
um gömlu, skrifuðu blöðum, sem voru að verða ólæsileg.
— Um bókmentalegt gildi Jjein'a skal jeg ekki segja, eða
hafði ekki vit á að dærna um, en jeg man að til orða komst
að skrifa þær upp, meðan afi gæti lesið þær fyrir, þar sem
J^ær væru öðrum ólæsar, en af því varð víst ekki. — Jeg
býst við að amma hafi haft rímurnar með sjer. Jrá er hún
flutti til Reykjavíkur. — Jeg man líka að afi átti gamlar
bækur, sem okkur börnunum Joótt i gaman að lesa. man
jeg helstar þeirra Kvöldvökur og Pjeturssögur.
En svo voru aftur aðrar rökkurstundir, þegar mamma
kallaði hópinn saman til sín og skýrði fyrir honum trúar-
leg atriði. — Það var og verður altaf helgasta köllun móð-
urinnar að sá frækorni trúar og bænrækni í barnssálina:
„Kennið jDeim unga þann veg, sem hann á að ganga.“
Jeg lýk þessum minningarorðum um móðurömmu
mína, með því að láta í ljós, að þar hafi hún líka reynst
trú.
Þau hjón mistu 3 syni unga, einn, Jóhannes að nafni,
varð aðeins 2 ára, annar hjet Páll og dó 7 ára, mjög bráð-
[n'oska og andlega sinnaður, dó með bænarorð á vörum.
Þriðja soninn mistu Jrau er hann var 16 ára, svo ungur var
hann sendur til sjóróðra á Suðurnes og druknaði Jjar.
Jeg man að amma mintist Jiess tíma, er fregnin kom, að
hans væri ekki von lieim, þau fengu ekki þá fregn fyr en