Hlín - 01.01.1954, Page 48
46
Hlín
MINNING
fóstru minnar Helgu Einarsdóttur, Akurey í Vestur-
Landeyjum, Rangárvallasýslu.
Minning um það mjer mæt skal vera,
meðan jeg dvaldi’ á þínum bæ.
Alt það góða, sem átti að gera,
innrættir þú mjer sí og æ.
Sjálf þú varst af hjarta hrein,
hvers manns vildir græða mein.
Móðir þú varst mæðrum betri,
mun það skrifað gullnu letri.
Jeg man við sátum saman bæði,
þú signdir ungan lærisvein.
Kæreikans bæði’ og kristin fræði
við knje þín nam af lífsins grein.
Alt þitt líf bar um það vott,
þú alt mjer gafst, sem reyndist gott.
Guðs á vegum gekst þú líka.
Guði sje lof fyrir móður slíkal
Bænir þínar best jeg kunni
og blessun alla, fyr og síð,
þá skip mitt stóð við sker á grunni
í stórviðri á vetrartíð,
þá traust jeg fann og trúarstyrk,
og tákn jeg sá, þó væri myrkt.
IJín hjartans orð og allur óður
mjer ómað’ í sál frá bestu móður.
í anda’ jeg stend við leiðið lága
og lofa Guð fyrir bernsku ár,
hjer finn jeg alt hið helga og háa,
í hug mjer falla sorgar-tár.