Hlín - 01.01.1954, Blaðsíða 49
Hlin
47
Jeg ætla að muna öll þín orð,
þinn englasöng við heilagt borð.
Það.verður mjer hinn vænsti sjóður.
og veganesti, hjartans móðir!
Jeg veit þú horfir hátt frá hæðum
himna Guðs við sonar Iilið.
Jeg gleymi ei þínum gullnu ræðum,
nje guðdóm Krists og helgum sið,
sem þú kendir sífelt mjer,
því sannleiks-orðið bjó hjá þjer. —
Móður-orð þín mæt jeg geymi,
á meðan jeg dvel í þessum heimi.
Einar Jónsson, Steep Rock, Man., Canada.
---------------—o-----
Solveig Þorsteinsdóttir, kona Einars, skrifar: „Einar minnist
oft á fóstru sína og segist hafa fengið þar sitt besta veganesti
og fyrirbænir. „Enginn gat verið betri sínu eigin barni, en þau
hjón voru mjer,“ segir hann, enda voru þau víðkunn sæmdar-
hjón og öll börn þeirra merkisfólk, að allra dómi. — Helga var
af hinni kunnu Selkotsætt undir Eyjafjöllum. — Maður hennar
var Jón Einarsson frá Tungu í Landeyjum. — Þau eignuðust 7
börn, sem upp komust. — Af þeim er nú einungis eitt á lífi, Ól-
afur, búsettur í Vestmannaeyjum, kominn yfir áttrætt, en geng-
ur þó enn til vinnu sinnar þar.“
Minningarorð.
(Hugleiðingar um áramót.)
Eitt ár æfi minnar er að enda. Jeg sit hjer ein og læt
hugann reika. — Framundan er alt vafið þoku, svo lítið
sjer í gegn, en að baki mjer liggur liðna æfin líkt og dreg-
ið sje tjald frá leiksviði, og þá kemur í hugann þetta al-
kunna stef: