Hlín - 01.01.1954, Page 79
Hlin
77
Brún af altarisklœði úr Mrelifellskirkju i Skagafirði*
Heimilisiðnaður.
íslenska heimilisiðnaðarsýningin á Akureyri 1954.
Ræða forseta íslands, herra Ásgeirs Ásgeirssonar, er hann
opnaði heimilisiðnaðarsýninguna á Akureyri 28. júní ’54.
Okkur hjónunum þykir vænt um að fá tækifæri til að
vera viðstödd opnun þessarar heimilisiðnaðarsýningar, og
þökkum hið góða boð. — Þegar við fengum þetta boð frá
Halldóru Bjarnadóttur, fór mjer eins og stundum áður,
þegar jeg hef fengið nýtt hefti af „Hlín“ í hendur. Fyrsta
hugsunin var þessi: Er Halldóra Bjarnadóttir enn við líði,
þ. e. a. s. með óbilaða starfskrafta, elju og áhuga á íslensk-
um heimilisiðnaði? — Mjer er skylt að flytja þökk og láta
í Ijósi virðingu fyrir hennar langa og þarfa dagsverki. —
Hún hefur bjargað mörgu undan sjó, sem ekki mátti skol-
ast burtu, bæði urn ævi, kjör og handiðn íslenskra kvenna
og karla.
Jeg kann ekki að segja, hvenær niðurníðsla íslensks
heimilisiðnaðar liófst, en upptökin liggja í aukinni versl-
un og innflutningi á ódýrum, erlendum verksmiðjuiðn-
* Altarisklæðið er um 100 ára gamalt. ÞaS er baldýraS meS
silfurvír og silki af Elínborgu Pjetursd., prestskonu á Mælifelli.