Hlín - 01.01.1954, Page 82
80
Hlin
Svartur flosofimi hempuborði úr dregnu togi*
Fyrirtækið „íslenskur heimilisiðnaður".
Haustið 1951 stofnaði Heimilisiðnaðarfjelag íslands og
Ferðaskrifstofa ríkisins fyrirtækið „íslenskur heimilisiðn-
aður“. — Það er heildsölufyrirtæki, en það veitir einnig
leiðbeiningar um gerð og vöndun heimilisiðnaðarmuna.
— Vörusala síðastliðið ár var um 190.000 kr. — Það eru að
vísu ekki háar tölur samanborið við viðskifti hjá stórurn
verslunarfyrirtækjum, en það er í örum vexti.
Lengi vel hafði almenningur ótrú á innlendum iðnaði,
og tók eiiendar vörur fram yfir innlendar, ef þær voru
fáanlegar. — Þó hjelt heimilisiðnaðurinn altaf velli að
vissu marki, einkum þó til sveita. Á haftaárunum, eftir
stríðið, seldist nokkuð af heixnilisiðnaði vegna þurðar á
öðrum vörum, en vandvirkni og smekkvísi vantaði oft til-
finnanlega. — Eftir að innflutningur var gefinn frjáls
gerbreyttist þetta. — Flestum fanst þá sjálfsagt að kaupa
innfluttan varning, enda lítið um góðar, innlendar vör-
ur. — Síðan hefur mikil Ineyting á orðið, og það til hins
betra á flestum sviðum. — Og nú er svo komið, að margar
innlendar vörutegundir standa fullkomlega jafnfætis
þeim innfluttu, livað gæði snertir.
Fyrirtækið „íslenskur heimilisiðnaður" skilar ekki
stórri upphæð í ágóða. — Það er heldur ekki aðalmarkmið
* Borðinn er ofinn um aldamótin 1800 af Rannveigu Jóhanns-
dóttur, Svaðastöðum í Skagafirði.