Hlín - 01.01.1954, Blaðsíða 84
82
Hlin
að hundrað kg. af heimaþveginni ull, kann jeg þeim, sem
voru okkur hjálplegir með að útvega ullina, mínar bestu
þakkir. — Þær konur og jreir karlar, sem s'tuðla að jrví á
einn eða annan hátt að viðhalda okkar dásamlega, foma
ullariðnaði, eiga sannarlega jrakkir skildar.
Jeg vil sjerstaklega taka það fram, að eftirspurn um
nærföt á börn og fullorðna fer stöðugt vaxandi. — í nær-
fatnað þarf að hafa gott þelband, heppilegast einfalt, hvítt
band, ekki mjög fínt. — í vettlinga notum við tvinnað og
þrinnað band í sauðarlitunum, sjeu þeir útprjónaðir, í
tveim eða fleiri litum. — Ofnir dúkar og reflar úr bandi
er mjög eftirsótt verslunarvara. — Best er að efnið sje inn-
lent, sauðarlitir notaðir eða jurtalitað band. — Það vekur
hrifningu allflestra, sem vilja fá sjer fallegan og þjóðlegan
iðnað. — Útskurður úr trje, t. d. birki, er og mjög vinsæl
verslunarvara. — Best er að gömlu mynstrin sjeu höfð til
hliðsjónar, t. d. á aska, könnur, kassa, öskjur, hnífa og
axir. — Þetta má vera af ýmsum stærðum og gerðum eftir
því sem hverjum hentar.
Fjöldi af fólki víðsvegar um landið vill vinna í tóm-
stundum sínum ýmiskonar föndur, en oft er }:>að þannig,
að það vantar efni og fyrirmyndir. — í Reykjavík einni
höfum við um 100 starfandi konur.
Á vetri komanda mun „íslenskur heimilisiðnaður“
efna til samkepni um best unnið band og veita verðlaun.
Það eru vinsamleg tilmæli frá fyrirtækinu „íslenskur
heimilisiðnaður" til Jreirra, sem vilja styrkja fyrirtækið,
að þeir hafi samband við jaað, sendi sýnishorn af vörum,
sem Jrað getur framleitt og vill selja. — Gott væri að til-
lögur um verð hlutanna fylgdi.
Okkur ætti öllum að vera það áhugamál að efla og auka
heimilisiðnaðinn og láta liann skipa veglegan sess í þjóð-
fjelagi okkar. — Með sameiginlegum skilningi og áhuga
almennings getum við borið það mál fram til sigurs.
Sigrún Stefánsdóttir frá Eyjadalsá í Bárðardal.