Hlín - 01.01.1954, Síða 91
Hlin
89
Garðyrkja.
Vor og gróður
eftir Sigurlaugu Árnadóttur, Hraunkoti í Lóni, Au.-Skaft.
Útvarpserindi flutt í apríl 1954.
í hvert sinn og dag fer að lengja eftir liðið skammdegi
grípur sjerstök tilfinning urn sig í huga manns. — Vorið
fer að nálgast — sólin fer að leysa úr læðingi nýjan gróð-
ur, gefa blundandi lífskrafti jarðargróðans nýjan þrótt til
vaxtar og þroska. — Landið okkar stórskorna, fagra og
norðlæga fer senn að skrýðast grænum skrúða, skreyttum
ilnrandi, yndisfögrum blómum, viðkvæmum en öruggum,
meðan þau fá að njóta mildrar hlýju sumarsólarinnar. —
Birtan og lilýjan taka höndum sanran og landið tekur
stakkaskiptum fyrir áhrif þeirra.
En fegurðin er ekki ein í förunr. — Nýr þróttur streym-
ir unr líf manna. Þeir finna, að enn gefast tækifærin til
að endurnýja og byggja upp og safna forða fyrir nrenn og
málleysingja nreð því að taka á móti og hirða um það, sem
gjöful móðurmold rjettir fram úr skauti sínu yfir sum-
artímann. — Beint og óbeint er blaðgræna jurtanna —
sólvinsla jreirra yfir sumarið — undirstaða efnislíkama
þeirra, er á jörðu dvelja. — Undirstaða þeirrar næringar,
er líkanrinn þarfnast sjer til vaxtar, endurnýjunar og við-
halds. — Menn hirða gróður jarðar, sjer og húsdýninum
til lífsviðurværis, og dýrin launa manninum þá fyrirhöfn
með afurðum sínum, sem lögð eru á matborðið eða hag-
nýtt á annan hátt.
Það þykir — og er — vandaverk fyrir bónda að fóðra
vel búfje sitt, og það er ófrávíkjanlegt skilyrði, að góður
bóndi verður að skilja þarfir búfjenaðar síns og sinna
þeim sómasamlega, annars búnast honum aldrei vel. —