Hlín - 01.01.1954, Side 125
Hlín
123
að minnast, að síra Stelán hefnr komið svo oft á samkom-
urnar, sem hann hefur átt hægt með, og jafnan talað þar,
þegar hann hefur komið. Auk þess hefur hann hlynt að
starfinu á ýmsan annan hátt. — Barnamessur liefur hann
og nokkrar flutt í Upsakirkju á þessum árum. — Enn-
fremur stóð hann með íleirum að almennum æskulýðss-
fundi í Ungmennafjelagshúsinu á Dalvík, og var sá fund-
ur rnjög fjölsóttur. — Síðastliðið haust hjelt hann enn-
fremur mjög fjölsótta æskulýðsmessu á æskulýðsdaginn.
— Nokkrar samkomur hefur hann og haldið í öðrum
sóknurn sínum.
Samkomunum hefur jafnan frá fyrstu verið svo hagað,
að skifst hefur á söngur — stundum einsöngur, og upplest-
ur ýmislegs efnis (göfugs og vekjandi) — við lestur Biblíu-
kafla og stuttra hugleiðinga eða ræðu. — Ennfremur er
lesið blað, sem starfið gefur rit, á hverri samkomu. Ein-
staka sinnum lesa börnin sjálf, og stundum leika telpurn-
ar á gítara og syngja með. ----- Mikil áliersla er lögð á al-
menna sönginn, enda hefur hann farið stórum batnandi
með hverju árinu. — Kirkjuorganleikarinn spilar á sant-
komunum og leiðbeinir og aðstoðar í sönglegum efnum.
Jafnan er Biblíumyndum ■— „Ljósgeislum" — útbýtt á
samkomunum. — Hefur kvenfjelagið staðið straum af
þeim kostnaði sem öðrum .— Geta skal þess, að skóla-
nefndin hefur ljeð húsið ókeypis, hitað og lýst. — Reynt er
að láta sem flest börnin fá söngbækur á samkomunum,
það örvar til þátttöku í söngnum. — Notuð hefur verið
„Söngbók sunnudagaskólans" á Akureyri og Barnasálmar
síra Óskars J. Þorlákssonar. — Ennfremur eru oft sungnir
fjölritaðir sálmar. — Rjett þykir að geta þess hjer, að
brýn nauðsyn virðist bera til þess, að fá stóra og góða
söngbók fyrir barnastarfið. — Það mætti ekki dragast
lengi að sú söngbók yrði samin og gefin út.
Samkomur barnastarfsins eru og hafa jafnan verið vel
sóttar, einkum þó af yngri börnunum. — Nauðsyn ber til