Hlín - 01.01.1954, Side 127

Hlín - 01.01.1954, Side 127
Hlín 125 leiða sig hvert sem hún fór, gaf mjer sælgæti úr fallega skápn- um í stóru stofunni, sýndi mjer alt „stássið“ sitt, sem lá sljett og prýðilega í stóru dragkistunni með gyltu, snúnu hringjunum. — Einhverntíma lá jeg veik, það var um hásláttinn, þá sat hún hjá mjer allan daginn og ljet Sigríði „stofustúlku“ skamta. — Vakir það fyrir mjer, að þá hafi húsbóndanum þótt nóg um dálæti hennar á mjer — sem líka var von. — Þegar jeg kom inn á kvöldin, sólbrunnin, freknótt og flögnuð, þvoði hún mjer úr mjólk og bar á mig hnausþykkan rjóma. Oft steikti hún brauðið mitt fyrir mig á útbrunninni glóð og hleypti mjólkina mína, af því jeg hafði meira gaman af að borða hana með skeið. — Ein- hvernveginn gerði alt þetta eftirlæti mig auðsveipa henni. — Jeg man það, að einu sinni, þegar jeg átti að fara að hátta á björtu sumarkvöldi, voru hin börnin enn að leika sjer úti, og langaði mig ósköp út til þeirra og ætlaði jeg að fara að biðja hana að lofa mjer það, þegar mjer alt í einu datt í hug, að henni mundi vera móti skapi að leyfa mjer það, en falla þó illa að neita mjer um það, og hætti jeg þá alveg við að nefna þetta til að hryggja hana ekki með því. — Síðan jeg lærði að þekkja Guð, hefur þetta atvik bent mjer á, hvað miklu fremur börnin hans ættu að forðast að hryggja hann með því að biðja um þá hluti, sem þau halda að kynnu að vöra á móti vilja hans, og hann því verða að neita þeim um. Einstöku fleiri atvik frá þessum árum standa skýrt fyrir mjer. Einu sinni sem oftar hafði jeg fengið að sitja ofan í milli, þegar verið var að reiða heim heyið. — Jeg sat á fremsta hest- inum og man, að jeg var að laga mig eitthvað til, síðan vissi jeg ekkert af mjer fyr en jeg var borin heim. Jeg hafði runnið niður af hestinum og mist meðvitundina á leiðinni, líklega af hræðslu. — Árni saknaði mín ekki, fyr en hann kom heim í heygarð, og fór þá að leita að mjer og fann mig í skurðinum fyrir austan húsið. Hefur það bjargað mjer, að jeg lenti þar, því allir hestarn- ir höfðu stigið yfir mig. Eitt sinn enn bjargaðist jeg úr háska þessi árin. Það var á nýjársdag 1867. — Við Martha, uppáhalds leiksystirin mín, vorum að leika okkur inni í Litlu-stofu og stóðum á gólfinu milli sparlaksrúmanna, sem stóðu sitt við hvem vegg, and- spænis hvort öðru, þegar við alt í einu ósjálfrátt hentum okkur upp í rúmin, og í sama bili hrundi stórt múrstykki úr loftinu og sbpll í mola á gólfinu þar sem við höfðum staðið. — Allir þökkuðu það undursamlegri varðveislu Guðs, að við hefðum ekki báðar rotast.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.