Hlín - 01.01.1954, Side 132

Hlín - 01.01.1954, Side 132
130 Hlín Eitt af því sem jeg hafði beðið Guð um var að amma fengi að lifa þangað til jeg væri orðin tólf eða þrettán ára. — Þá hjelt jeg, að jeg yrði orðin svo fullorðin og sjálfbjarga, að jeg gæti staðið alveg á eigin fótum, þangað til fanst mjer jeg mundi þurfa einhvern eins og hana að halla mjer að. — Hún var und- arlega mikill uppeldisfræðingur, gagnvart sjálfri mjer hef jeg engan hitt henni fremri. — Guð lofaði mjer að njóta hennar fram á 16. árið mitt, hann vissi um alt sem jeg þurfti að fá að læra af henni og af því að vera með henni áður en við skildum. — Seinustu missirin sat jeg oft hjá henni og vakti hjá henni, þegar hún var veik. — Hún lá langar og þungar gigtarlegur og þjáðist þá mjög af svefnleysi, en aldrei kvartaði hún, og hverja hvíldarstund var hún sem ung og óþreytt kona. — Alt, sem út kom, las hún og fylgdist með í öllum landshögum og jeg held, að hún hafi verið eiris ráðsvinn og framsýn á hagi landsins eins og litla heimilisins okkar og þeirra sem þangað komu. — Það var eins og öll ráð, sem hún rjeði gæfust vel, hún var búin að ganga lengi í skóla lífsins og læra þar margt, en námfýsin og lærdóms- þráin hennar var ennþá bjarteyg, lífssterk og flugfús, eins og þegar hún gekk lítið barn uppi á Kjalarnesi í byrjun nítjándu aldarinnar og fátt var um mentir. — Hún las og lærði með mjer skólabækurnar mínar og af miklu meira kappi en jeg, og saum- aði fyrstu krosssaumsrósirnar sínar í útsaumslindana mína, en þetta átti enginn að vita, mjer einni trúði hún fyrir því, og svo sagði hún mjer kafla og kafla úr æfisögunni sinni, sem hún hafði geymt vel og lengi, og við hvern kafla óx hún og stóð fyrir mjer enn fegurri og stærri en áður, enn sterkari og stað- fastari, enn reyndari og mildari, enn móðurlegri. Ó, hvað íslenska konan varð mjer kær, og hvað jeg dáðist að henni, því íslenska konan var það, sem jeg sá í henni, fornald- ar- og nútíðarkonan íslenska og framtíðarkonan íslenska, því í framtðinni lifði hún líklega mest. — Við lærðum öll þjóðhá- tíðarkvæðin jafnóðum og þau voru prentuð og sungum saman vorhvöt Steingríms. — Hún mundi eftir fyrsta nýjársdegi nítjándu aldarinnar, og síðan var liðið á áttunda áratuginn og altaf var sólin að hækka á lofti, og hún horfði til aldamótanna, sem voru að nálgast, undrandi björtum vonaraugum, hún vissi, að sólarlagið hennar var að síga yfir, sólarlag einstöku manns- æfinnar, en yfir íslensku þjóðina var að renna upp löng öld starfs og menningar. Eftir að amma dó óx annríkið og ókyrðin á heimilinu. — Með hverju árinu hlóðst meiri og meiri vinna á fóstru mína. — Á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.