Hlín - 01.01.1954, Page 133

Hlín - 01.01.1954, Page 133
Hlín 131 hverjum vetri bjuggu hjá henni yfirsetukvennaefni, sem komið var fyrir hjá henni til að fá við það verklega æfingu, fjölgaði þeim árlega. Hún gerði sjer auðvitað fjarska ant um lærdóm þeirra og las oft með þeim, einkum fyrir prófin. — Ekkert skil jeg í því, hvað rúmaðist af fólki í gamla húsinu okkar, sem jeg kalla, svo lítið sem það er, flest man jeg eftir að þar voru ellefu manns í heimili, en það var ekki nema stuttan tíma, en hvaða aragrúi komst þar fyrir af gestum og gangandi, veit jeg enga tölu -á. — Ekki skil jeg nú í því, hve miklu var komið í verk heima þessi árin. Aldrei var nema ein vinnukona sem stundum fór að auki í kaupavinnu um sláttinn.. — Á veturna voru unnar voðir í föt handa okkur, voru þau margra klæðisfata ígildi, fóstra mín spann þráðinn, fjögra lóða verk nauðhart, sem Bjarni Matthíasson óf, og sagði hann, að aldrei hrykki þráður í þeirri uppistöðu. — Oft komst hún ekki að rokknum fyr en lið- ið var á kvöld, en þá var haldið áfram að spinna, kemba og hæra, segja sögur og ræða landsins gagn og nauðsynjar langt fram á nótt og snemma varð að fara á fætur til að gefa kusu og sinna húsverkunum. — Oll föt voru saumuð heima, jafnvel fjólublái möttullinn, sem Inga fjekk þjóðhátíðarsumarið, og ekki máttu þau fara nema listavel, handa hverjum sem þau voru. — Fóstra mín þoldi ekki að sjá föt með ósniði, eða neitt sem fór í ólagi. Var þetta svo ríkt í eðli hennar, að það var eins og alt stæði í húfi, væri svo mikið sem brydding rist með hlykkjum. — Sjálf keypti hún alt handa vinnukonunum okkar, og varð kaup þeirra svo drjúgt, að þær áttu árlega afgangs af kaupi sínu, þó þær efndu sjer til góðra fata. — Nærföt og sokkaplögg voru prjónuð og skór gerðir og bættir til hversdagsslita. — Tíma og tíma voru börn hjá okkur að læra að lesa og eitthvað fleira og ekki var örgrant að stúlkur kæmu frá vinaheimilum í sveitun- um, sem jeg átti að kenna eitthvað til munns og handa eftir að jeg var búin að vera í kvennaskólanum. — Fagrar sumamætur vöktum við við að lúa garðinn okkar, því moldin var mýkri á næturnar, þegar þurkar gengu. Þá sá jeg sólina rísa upp yfir Esjunni og skína lengra og lengra út yfir spegilsljettan sjávar- flötinn og úðagræna jörðina, og síðan sje jeg oft landið mitt, allra landa blíðast og innilegast, eins og móður, er hljóð og brosandi vakir yfir bömunum sínum. Systir mín Ijet mig mjög sjálfráða um verk, og hennar vegna hefði jeg getað hlíft mjer við mörgu, en þegar jeg eltist, langaði mig til að geta unnið vinnukonuverkin, þegar svo stóð á, og því vildi jeg sjálf fara í laugar og bera þvottinn eins og þær. — Jeg 9»
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.